Enski boltinn

Henderson: Sterling er óttalaus

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Raheem Sterling fer framhjá leikmanni Noregs á Wembley.
Raheem Sterling fer framhjá leikmanni Noregs á Wembley. vísir/getty
Jordan Henderson, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins í fótbolta, segir samherja sinn Raheem Sterling setja viðmiðið fyrir unga leikmenn á Englandi.

Sterling er orðinn lykilmaður bæði hjá Liverpool og enska landsliðinu, en hann spilaði mjög vel í tveimur leikjum á HM og átti frábært tímabil í úrvalsdeildinni í fyrra þegar Liverpool rétt missti af enska meistaratitlinum.

„Er Raheem fyrirmynd fyrir aðra? Já, að sjálfsögðu. Hann hefur sett frábært fordæmi fyrir aðra síðan hann var valinn í enska landsliðshópinn,“ sagði Henderson eftir sigur Englands á Noregi í vikunni þar sem Sterling fiskaði víti.

„Hann var frábær í báðum leikjunum á HM. Það var magnað að sjá 19 ára strák spila svona vel á stærsta sviðinu.“

„Hann gerir það sama í hverri viku fyrir Liverpool og var svo kjörinn maður leiksins á móti Noregi. Raheem spilar alveg óttalaus. Hann vill bara fá boltann og hlaupa á varnarmenina,“ sagði Jordan Henderson.

Báðir Liverpool-mennirnir verða í eldlínunni á mánudaginn þegar England mætir Sviss í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×