Veiðar leyfðar á rjúpu í tólf daga Stefán Árni Pálsson skrifar 10. október 2014 22:22 Rjúpnastofninn er í uppsveiflu. Þrátt fyrir það telja vísindamenn að takmarka verði veiðarnar. visir/GVA Fyrsti rjúpnaveiðidagurinn í ár verður 24. október. Veiðidagar verða tólf talsins og skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 24. október til 16. nóvember. Náttúrufræðistofnun Íslands telur veiðiþol rjúpnastofnsins vera 48 þúsund fugla. Í gildi er sölubann á rjúpum sem Umhverfisstofnun fylgir eftir. Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, ákvað í fyrra að gefa út þriggja ára áætlun um veiðidaga rjúpu og er veiðitímabilið í ár í samræmi við þá áætlun. Meginstefna stjórnvalda er að nýting rjúpnastofnsins skuli vera sjálfbær og að rjúpnaveiðimenn stundi hóflega veiði til eigin nota. Stundaðar eru rannsóknir og vöktun á stofninum og er stjórnkerfi rekið í því skyni að stýra veiðinni. Rannsóknir Náttúrufræðistofnunar á rjúpnastofninum sýna að varpstofn rjúpunnar hefur stækkað og var viðkoma fuglanna góð í sumar, enda stofninn í uppsveiflu. Engu að síður bendir stofnunin á að afföll rjúpunnar séu viðvarandi há og hefur veiðidánartala hennar haldist stöðug um 10% og hefur því það markmið veiðistjórnunar, að draga úr heildarafföllum rjúpunnar, ekki náðst. Er því mikilvægt að ekki verði slakað á þeirri viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar. Meginþættir veiðistjórnunar á rjúpu hafa verið þrír; Í fyrsta lagi sölubann, í öðru lagi hvatning um hófsemi og að lokum sóknardagar og hefur heildarveiði rjúpu minnkað töluvert á undanförnum árum. Eru veiðimenn hvattir til að veiða ekki fleiri rjúpur en hver og einn þarf auk þess sem þeir eru beðnir að gæta þess að særa ekki fugl umfram veiði. Veiðiverndarsvæði er áfram á SV-landi.Veiðitímabilið skiptist á fjórar helgar með eftirfarandi hætti: Föstudaginn 24. október til sunnudags 26. október. Þrír dagar. Föstudaginn 31. október til sunnudags 2. nóvember. Þrír dagar. Föstudaginn 7. nóvember til sunnudags 9. nóvember. Þrír dagar. Föstudaginn 14. nóvember til sunnudags 16. nóvember. Þrír dagar. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sjá meira
Fyrsti rjúpnaveiðidagurinn í ár verður 24. október. Veiðidagar verða tólf talsins og skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 24. október til 16. nóvember. Náttúrufræðistofnun Íslands telur veiðiþol rjúpnastofnsins vera 48 þúsund fugla. Í gildi er sölubann á rjúpum sem Umhverfisstofnun fylgir eftir. Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, ákvað í fyrra að gefa út þriggja ára áætlun um veiðidaga rjúpu og er veiðitímabilið í ár í samræmi við þá áætlun. Meginstefna stjórnvalda er að nýting rjúpnastofnsins skuli vera sjálfbær og að rjúpnaveiðimenn stundi hóflega veiði til eigin nota. Stundaðar eru rannsóknir og vöktun á stofninum og er stjórnkerfi rekið í því skyni að stýra veiðinni. Rannsóknir Náttúrufræðistofnunar á rjúpnastofninum sýna að varpstofn rjúpunnar hefur stækkað og var viðkoma fuglanna góð í sumar, enda stofninn í uppsveiflu. Engu að síður bendir stofnunin á að afföll rjúpunnar séu viðvarandi há og hefur veiðidánartala hennar haldist stöðug um 10% og hefur því það markmið veiðistjórnunar, að draga úr heildarafföllum rjúpunnar, ekki náðst. Er því mikilvægt að ekki verði slakað á þeirri viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar. Meginþættir veiðistjórnunar á rjúpu hafa verið þrír; Í fyrsta lagi sölubann, í öðru lagi hvatning um hófsemi og að lokum sóknardagar og hefur heildarveiði rjúpu minnkað töluvert á undanförnum árum. Eru veiðimenn hvattir til að veiða ekki fleiri rjúpur en hver og einn þarf auk þess sem þeir eru beðnir að gæta þess að særa ekki fugl umfram veiði. Veiðiverndarsvæði er áfram á SV-landi.Veiðitímabilið skiptist á fjórar helgar með eftirfarandi hætti: Föstudaginn 24. október til sunnudags 26. október. Þrír dagar. Föstudaginn 31. október til sunnudags 2. nóvember. Þrír dagar. Föstudaginn 7. nóvember til sunnudags 9. nóvember. Þrír dagar. Föstudaginn 14. nóvember til sunnudags 16. nóvember. Þrír dagar.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sjá meira