Ferðamenn í norðurljósaleit í stórhættu 13. október 2014 07:00 Fjöldi ferðamanna kemur á hverju ári til Íslands í þeim eina tilgangi að sjá norðurljós. Þeir geta skapað hættu á þjóðvegum þegar þeir standa á miðjum veginum og horfa til himins og gleyma stund og stað. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórnir Íbúar í Bláskógabyggð telja að skipulagðar norðurljósaferðir skapi hættu á vegum innan sveitarfélagsins, einkum á Lyngdalsheiði og á vegum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum.Kristinn Bjarnason, formaður atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar.„Það sem skapar hættu er að hópferðabílar stoppa á miðjum veginum og hleypa farþegunum út. Fólk er svo að horfa á norðurljósin standandi á miðjum veginum eða í vegköntunum og uggir ekki að sér,“ segir Kristinn Bjarnason, formaður atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar. Kristinn segir að sveitarfélagið ætli að ræða málin við ferðaþjónustufyrirtæki og Vegagerðina og gera þeim grein fyrir hættunni. Hann segir að það séu útskot á vegunum þar sem rútur eiga að geta stoppað en það geti verið að bílstjórar og fararstjórar viti ekki af útskotunum. Þá geti komið tímabil þar sem útskotin eru lokuð vegna snjóa og það þurfi að ræða við Vegagerðina. „Þegar er hálfskýjað eru bílstjórar að leita að norðurljósunum, það kannski opnast glufa og þau koma í ljós og þá er stoppað á punktinum og ferðamönnum hleypt út,“ segir Kristinn. Ekki sé langt síðan minnstu munaði að kona á bíl lenti á hópi ferðamanna sem stóðu á miðjum veginum og voru að horfa á norðurljósin. „Þetta fólk var ekkert að fylgjast með umferðinni, það stóð á miðjum veginum í svartamyrkri og horfði hugfangið á norðurljósin. Ökumanninum var hins vegar mjög brugðið,“ segir Kristinn.Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segist hafa heyrt af því að menn séu að stoppa úti á vegum með fulla bíla af ferðamönnum.Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segist hafa heyrt af því að menn séu að stoppa úti á vegum með fulla bíla af ferðamönnum. „Þetta skapar stórhættu,“ segir hann. Kristján segir að mjög ákveðnar reglur gildi hjá Kynnisferðum hvað þetta varðar. „Þetta er bannað. Við skipuleggjum ferðir okkar þannig að það er stoppað á fyrirfram ákveðnum stöðum þar sem bílarnir komast út af veginum,“ segir hann. Talið er að um 100 þúsund manns hafi farið í skipulagðar norðurljósaferðir í fyrravetur, langflestir á suðvesturhorninu. Til að sjá norðurljósin er farið með ferðamenn á Reykjanesið, upp á Hellisheiði, á Þingvelli, upp í Hvalfjörð og Borgarfjörð. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Sveitarstjórnir Íbúar í Bláskógabyggð telja að skipulagðar norðurljósaferðir skapi hættu á vegum innan sveitarfélagsins, einkum á Lyngdalsheiði og á vegum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum.Kristinn Bjarnason, formaður atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar.„Það sem skapar hættu er að hópferðabílar stoppa á miðjum veginum og hleypa farþegunum út. Fólk er svo að horfa á norðurljósin standandi á miðjum veginum eða í vegköntunum og uggir ekki að sér,“ segir Kristinn Bjarnason, formaður atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar. Kristinn segir að sveitarfélagið ætli að ræða málin við ferðaþjónustufyrirtæki og Vegagerðina og gera þeim grein fyrir hættunni. Hann segir að það séu útskot á vegunum þar sem rútur eiga að geta stoppað en það geti verið að bílstjórar og fararstjórar viti ekki af útskotunum. Þá geti komið tímabil þar sem útskotin eru lokuð vegna snjóa og það þurfi að ræða við Vegagerðina. „Þegar er hálfskýjað eru bílstjórar að leita að norðurljósunum, það kannski opnast glufa og þau koma í ljós og þá er stoppað á punktinum og ferðamönnum hleypt út,“ segir Kristinn. Ekki sé langt síðan minnstu munaði að kona á bíl lenti á hópi ferðamanna sem stóðu á miðjum veginum og voru að horfa á norðurljósin. „Þetta fólk var ekkert að fylgjast með umferðinni, það stóð á miðjum veginum í svartamyrkri og horfði hugfangið á norðurljósin. Ökumanninum var hins vegar mjög brugðið,“ segir Kristinn.Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segist hafa heyrt af því að menn séu að stoppa úti á vegum með fulla bíla af ferðamönnum.Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segist hafa heyrt af því að menn séu að stoppa úti á vegum með fulla bíla af ferðamönnum. „Þetta skapar stórhættu,“ segir hann. Kristján segir að mjög ákveðnar reglur gildi hjá Kynnisferðum hvað þetta varðar. „Þetta er bannað. Við skipuleggjum ferðir okkar þannig að það er stoppað á fyrirfram ákveðnum stöðum þar sem bílarnir komast út af veginum,“ segir hann. Talið er að um 100 þúsund manns hafi farið í skipulagðar norðurljósaferðir í fyrravetur, langflestir á suðvesturhorninu. Til að sjá norðurljósin er farið með ferðamenn á Reykjanesið, upp á Hellisheiði, á Þingvelli, upp í Hvalfjörð og Borgarfjörð.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira