Innlent

Hafa engar tekjur til reksturs hjúkrunarheimila

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Fjárhagsörðugleikar steðja að samtökunum sem reka hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð.
Fjárhagsörðugleikar steðja að samtökunum sem reka hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Fréttablaðið/Anton
„Afar brýnt er að leyst verði úr fjárhagsvanda Sunnuhlíðar. Það er hins vegar ríkisins,“ segir bæjarritarinn í Kópavogi um ósk stjórnar hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar um fjárhagstoð frá bænum.

Sunnuhlíðarsamtökin glíma við fjárhagslega örðugleika. „Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga er með þeim hætti að málefni hjúkrunarheimila eru hjá ríki og veitir löggjafinn ríkinu fjárveitingar til að standa undir þeim rekstri. Sveitarfélögin hafa engar tekjur til að taka þátt í rekstri hjúkrunarheimila,“ segir í umsögn bæjarritara sem bæjarráðið samþykkti.

Hins vegar er áréttað að Kópavogsbær leggi þunga áherslu á að ríkið sinni lögbundinni þjónustu á þessu sviði í Kópavogi. Þótt mörg dæmi séu um að sveitarfélög greiði með rekstri hjúkrunarheimila þar sem daggjöld duga ekki til sé það fé tekið af öðrum verkefnum sem viðkomandi sveitarfélag sinni annars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×