Gjóður vekur athygli á Siglufirði Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2014 13:39 Steingrímur, áttræður áhugaljósmyndari, sat fyrir fuglinum í fjóra tíma og það borgaði sig. Steingrímur Kristinsson Steingrímur Kristinsson er áttræður, Siglfirðingur í húð og hár og áhugaljósmyndari til sextíu ára. Þannig er að gjóður nokkur hafði komið sér fyrir á Siglufirði og vakið verulega athygli bæjarbúa. Hann veiðir í Holsá og fer svo jafnan með bráð sína, silung, á staur þar sem hann gæðir sér á nýveiddu fiskmetinu. „Ég sat rúma fjóra tíma fyrir honum, beið þangað til hann kom á staurinn þar sem hann er vanur að koma á. Gaman að því. Margir sem vita af þessum stað, hann kemur þarna reglulega, minnsta kosti fjórum sinnum á dag, þangað sem hann kemur með bráð sína. Hann étur mikið. hann er búinn að vera hér nú á þriðju viku. Síðan fyrst sást til hans,“ segir Steingrímur sem hefur lengi fengist við ljósmyndun, hefur tekið myndir daglega í sextíu ár og heldur úti myndarlegri síðu á netinu, sk21.is, þar sem finna má ókjör mynda frá Siglufirði. Fleiri myndir af gjóðnum góða má sjá hér. Steingrímur lætur hvergi deigan síga þó áttræður sé. „Nei, ég hef engan tíma í það.“ Og hann tekur myndir sem aldrei fyrr.Steingrímur Kristinsson lét sig ekki muna um að sitja fyrir fiskierninum í fjóra klukkutíma til að ná góðum myndum.Sóknapresturinn er fuglafræðingur Steingrímur segir mjög gaman að fylgjast með fuglinum sem er frábær veiðifugl og getur, að sögn Steingríms, kafað á allt að tveggja metra dýpi eftir bráð sinni. „Sóknarpresturinn okkar, Sigurður Ægisson, segir að þetta sé kvenfugl en hann er sá fyrsti sem náði góðum myndum af honum, meðal annars á flugi. Hann er fuglafræðingur og þekkir vel til og segir af þessum fugli á siglfirdingur.is.Kristinn Skarphéðinsson er fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og segir um að ræða fugl sem ekki er örn, heldur er hann af sérstakri ætt, gjóðaætt. Og er eini fuglinn í ættinni. Hann var kallaður fiskiörn í gamla daga. Fiskiveiðari. Osprey. „Þetta er ránfugl sem verpir reyndar um allan heim, útbreiddur og flækist hingað stundum, bæði vestan að og austan. Aðallega frá Evrópu. Hér hafa afa náðst fuglar sem voru aldir upp í Skotalandi. Þessi tegund hefur sést hér 20 til 30 í gegnum tíðina og þar af þrír í haust og það er með allra mesta móti á einu ári.“Ofsóttur og við útrýmingu Kristinn segir þessa tegund hafa verið í útrýmingarhættu vegna eituráhrifa í náttúrunni auk þess sem hann var ofsóttur um miðja síðustu öld. „Þessi klassísku vandamál ránfugla. Það þótti mikil frétt þegar fyrsti gjóðurinn verpti svo aftur fyrir um fimmtíu árum, í Skotlandi. Hann er nú flaggskip fyrir náttúruvernd. Fuglinn hefur verið að endurheimta sín fornu óðul og eru í uppgangi víða um heim.“ Glæsilegt er að sjá gjóðinn veiða, og þessi fugl á Siglufirði virðist sannkölluð fyrirsæta. „En, hann gæti verið í slæmum málum, hann á að vera á leið til Afríku, og þyrfti að fara að drífa sig áður en fer að snjóa meira og frysta,“ segir Kristinn hjá Náttúrufræðistofnun. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Steingrímur Kristinsson er áttræður, Siglfirðingur í húð og hár og áhugaljósmyndari til sextíu ára. Þannig er að gjóður nokkur hafði komið sér fyrir á Siglufirði og vakið verulega athygli bæjarbúa. Hann veiðir í Holsá og fer svo jafnan með bráð sína, silung, á staur þar sem hann gæðir sér á nýveiddu fiskmetinu. „Ég sat rúma fjóra tíma fyrir honum, beið þangað til hann kom á staurinn þar sem hann er vanur að koma á. Gaman að því. Margir sem vita af þessum stað, hann kemur þarna reglulega, minnsta kosti fjórum sinnum á dag, þangað sem hann kemur með bráð sína. Hann étur mikið. hann er búinn að vera hér nú á þriðju viku. Síðan fyrst sást til hans,“ segir Steingrímur sem hefur lengi fengist við ljósmyndun, hefur tekið myndir daglega í sextíu ár og heldur úti myndarlegri síðu á netinu, sk21.is, þar sem finna má ókjör mynda frá Siglufirði. Fleiri myndir af gjóðnum góða má sjá hér. Steingrímur lætur hvergi deigan síga þó áttræður sé. „Nei, ég hef engan tíma í það.“ Og hann tekur myndir sem aldrei fyrr.Steingrímur Kristinsson lét sig ekki muna um að sitja fyrir fiskierninum í fjóra klukkutíma til að ná góðum myndum.Sóknapresturinn er fuglafræðingur Steingrímur segir mjög gaman að fylgjast með fuglinum sem er frábær veiðifugl og getur, að sögn Steingríms, kafað á allt að tveggja metra dýpi eftir bráð sinni. „Sóknarpresturinn okkar, Sigurður Ægisson, segir að þetta sé kvenfugl en hann er sá fyrsti sem náði góðum myndum af honum, meðal annars á flugi. Hann er fuglafræðingur og þekkir vel til og segir af þessum fugli á siglfirdingur.is.Kristinn Skarphéðinsson er fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og segir um að ræða fugl sem ekki er örn, heldur er hann af sérstakri ætt, gjóðaætt. Og er eini fuglinn í ættinni. Hann var kallaður fiskiörn í gamla daga. Fiskiveiðari. Osprey. „Þetta er ránfugl sem verpir reyndar um allan heim, útbreiddur og flækist hingað stundum, bæði vestan að og austan. Aðallega frá Evrópu. Hér hafa afa náðst fuglar sem voru aldir upp í Skotalandi. Þessi tegund hefur sést hér 20 til 30 í gegnum tíðina og þar af þrír í haust og það er með allra mesta móti á einu ári.“Ofsóttur og við útrýmingu Kristinn segir þessa tegund hafa verið í útrýmingarhættu vegna eituráhrifa í náttúrunni auk þess sem hann var ofsóttur um miðja síðustu öld. „Þessi klassísku vandamál ránfugla. Það þótti mikil frétt þegar fyrsti gjóðurinn verpti svo aftur fyrir um fimmtíu árum, í Skotlandi. Hann er nú flaggskip fyrir náttúruvernd. Fuglinn hefur verið að endurheimta sín fornu óðul og eru í uppgangi víða um heim.“ Glæsilegt er að sjá gjóðinn veiða, og þessi fugl á Siglufirði virðist sannkölluð fyrirsæta. „En, hann gæti verið í slæmum málum, hann á að vera á leið til Afríku, og þyrfti að fara að drífa sig áður en fer að snjóa meira og frysta,“ segir Kristinn hjá Náttúrufræðistofnun.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira