HM-uppbótartíminn: Shaqiri minnti á sig Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. júní 2014 12:15 Shaqiri fékk að eiga bolta leiksins eins og venja er þegar menn skora þrennu. Vísir/Getty Riðlakeppni Heimsmeistaramótsins lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag.Góð umferð fyrir...Georgios Samaras, Grikklandi Grikkland hafði aldrei komist upp úr riðlakeppninni á lokamóti Heimsmeistarakeppninnar fyrir mótið í ár og lentu í erfiðum riðli. Grikkir áttu lokaleik gegn Fílabeinsströndinni, liði sem er með fjöldan allra stjarna úr knattspyrnuheiminum og þurftu á sigri að halda. Jafnt var þegar skammt var til leiksloka en gríska liðið fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Á vítapunktin steig Samaras sem er samningslaus eftir að Celtic ákvað ekki að framlengja samning hans og skaut Grikkjum í 16-liða úrslit Heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.James Rodríguez, Kólumbíu Þegar ljóst var að Falcao kæmist ekki á mótið voru eflaust margir sem afskrifuðu möguleika Kólumbíu í mótinu. Liðið hefur hinsvegar komið skemmtilega á óvart. Liðið sem er afar sóknarsinnað vann alla þrjá leiki sína í riðlinum og skoraði að meðaltali þrjú mörk í leik. Í fjarveru Falcao hafa leikmenn á borð við Rodríguez og Jackson Martínez stigið upp og leitt liðið í 16-liða úrslitin. Í leik Japans og Kólumbíu kom James Rodríguez inná í hálfleik í stöðunni 1-1 en hann gjörbreytti leik Kólumbíumanna sem unnu leikinn að lokum 4-1. Rodríguez gekk til liðs við Monaco á síðasta tímabili og borgaði franska liðið 45 milljónir evra fyrir hann en hann er aðeins 22 árs gamall.Xherdan Shaqiri, Sviss Þegar Shaqiri gekk til liðs við Bayern München sumarið 2012 voru miklar væntingar gerðar til hins smávaxna Shaqiri sem er aðeins 1,69 á hæð. Shaqiri hefur ekki fengið mörg tækifæri í liði Bayern á tveimur árum og aðeins fengið 23 sinnum tækifæri í byrjunarliðinu en minnti á hæfileika sína í leik Sviss og Hondúras á miðvikudaginn. Sviss þurfti á sigri að halda og Shaqiri skoraði þrennu í leiknum og tryggði sæti Sviss í 16-liða úrslitunum þar sem Svisslendingar mæta Frökkum. Shaqiri hefur verið orðaður við fjöldan allra stórliða undanfarna mánuði og verða frammistöður á borð við þessa ekki til þess að áhuginn minnki.Vísir/Getty...Erfið umferð fyrirLuis Suárez, Úrúgvæ Luis Suárez sýndi bæði sínar bestu og verstu hliðar á þessu móti. Suárez sneri aftur eftir meiðsli og skoraði tvö mörk í 2-1 sigri á Englandi í síðustu viku en fylgdi því eftir með því að bíta Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu. Suárez hefur nú þrisvar bitið leikmann inn á vellinum og fékk hann fjögurra mánaða bann af FIFA fyrir vikið. Suárez verður því ekki með það sem eftir lifir Heimsmeistaramótsins og missir af fyrstu 13 leikjum tímabilsins með félagsliði sínu.Landslið Gana Sama dag og landsliðið lék úrslitaleik upp á sæti í 16-liða úrslitum bárust fréttir úr herbúðum Gana að það væri búið að senda heim tvær af skærustu stjörnum liðsins. Kevin-Prince Boateng og Sulley Muntari sem leika með Schalke í Þýskalandi og AC Milan á Ítalíu eru meðal leikreyndustu leikmanna liðsins en voru settir í agabann af Aksawi Appiah, þjálfara liðsins. Fyrir vikið var liðið illa stemmt í upphafi leiks og fékk á sig mark snemma leiks. Með sigri hefði liðið komist í 16-liða úrslitin en í stað þess eru leikmennirnir á leiðinni heim og hafa bónusgreiðslur til liðsins vakið mikla reiði meðal íbúa í Gana.Igor Akinfeev, Rússland Akinfeev er nafn sem margir sem spila tölvuleikinn Football Manager ættu að kannast við. Í leiknum var hann traustur markvörður sem gerði sjaldan mistök. Var því spennandi að sjá hann á stóra sviðinu en hann lék í fyrsta sinn á Heimsmeistaramóti í ár. Hann hafði sýnt fína takta á Evrópumótinu 2012 en tvenn mistök hans á mótinu í ár kostuðu Rússa eflaust sæti í sextán liða úrslitunum. Akinfeev fékk lasergeisla í andlitið á sér í leiknum gegn Alsír stuttu áður en Alsír jafnaði. Í markinu missti Akinfeev af einfaldri fyrirgjöf og átti Islam Slimani ekki í vandræðum með að skalla í autt netið. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir HM-uppbótartíminn: Loksins tapaði Klinsmann Riðlakeppni Heimsmeistaramótsins lauk í gær. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag og hefur tekið saman ýmsa tölfræðimola að lokum riðlakeppninnar. 27. júní 2014 16:00 HM-uppbótartíminn: Myndasyrpa Ljósmyndarar eru á hverju strái á Heimsmeistaramótinu og hefur Vísir tekið saman skemmtilega myndasyrpu. 27. júní 2014 17:30 Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Sjá meira
Riðlakeppni Heimsmeistaramótsins lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag.Góð umferð fyrir...Georgios Samaras, Grikklandi Grikkland hafði aldrei komist upp úr riðlakeppninni á lokamóti Heimsmeistarakeppninnar fyrir mótið í ár og lentu í erfiðum riðli. Grikkir áttu lokaleik gegn Fílabeinsströndinni, liði sem er með fjöldan allra stjarna úr knattspyrnuheiminum og þurftu á sigri að halda. Jafnt var þegar skammt var til leiksloka en gríska liðið fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Á vítapunktin steig Samaras sem er samningslaus eftir að Celtic ákvað ekki að framlengja samning hans og skaut Grikkjum í 16-liða úrslit Heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.James Rodríguez, Kólumbíu Þegar ljóst var að Falcao kæmist ekki á mótið voru eflaust margir sem afskrifuðu möguleika Kólumbíu í mótinu. Liðið hefur hinsvegar komið skemmtilega á óvart. Liðið sem er afar sóknarsinnað vann alla þrjá leiki sína í riðlinum og skoraði að meðaltali þrjú mörk í leik. Í fjarveru Falcao hafa leikmenn á borð við Rodríguez og Jackson Martínez stigið upp og leitt liðið í 16-liða úrslitin. Í leik Japans og Kólumbíu kom James Rodríguez inná í hálfleik í stöðunni 1-1 en hann gjörbreytti leik Kólumbíumanna sem unnu leikinn að lokum 4-1. Rodríguez gekk til liðs við Monaco á síðasta tímabili og borgaði franska liðið 45 milljónir evra fyrir hann en hann er aðeins 22 árs gamall.Xherdan Shaqiri, Sviss Þegar Shaqiri gekk til liðs við Bayern München sumarið 2012 voru miklar væntingar gerðar til hins smávaxna Shaqiri sem er aðeins 1,69 á hæð. Shaqiri hefur ekki fengið mörg tækifæri í liði Bayern á tveimur árum og aðeins fengið 23 sinnum tækifæri í byrjunarliðinu en minnti á hæfileika sína í leik Sviss og Hondúras á miðvikudaginn. Sviss þurfti á sigri að halda og Shaqiri skoraði þrennu í leiknum og tryggði sæti Sviss í 16-liða úrslitunum þar sem Svisslendingar mæta Frökkum. Shaqiri hefur verið orðaður við fjöldan allra stórliða undanfarna mánuði og verða frammistöður á borð við þessa ekki til þess að áhuginn minnki.Vísir/Getty...Erfið umferð fyrirLuis Suárez, Úrúgvæ Luis Suárez sýndi bæði sínar bestu og verstu hliðar á þessu móti. Suárez sneri aftur eftir meiðsli og skoraði tvö mörk í 2-1 sigri á Englandi í síðustu viku en fylgdi því eftir með því að bíta Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu. Suárez hefur nú þrisvar bitið leikmann inn á vellinum og fékk hann fjögurra mánaða bann af FIFA fyrir vikið. Suárez verður því ekki með það sem eftir lifir Heimsmeistaramótsins og missir af fyrstu 13 leikjum tímabilsins með félagsliði sínu.Landslið Gana Sama dag og landsliðið lék úrslitaleik upp á sæti í 16-liða úrslitum bárust fréttir úr herbúðum Gana að það væri búið að senda heim tvær af skærustu stjörnum liðsins. Kevin-Prince Boateng og Sulley Muntari sem leika með Schalke í Þýskalandi og AC Milan á Ítalíu eru meðal leikreyndustu leikmanna liðsins en voru settir í agabann af Aksawi Appiah, þjálfara liðsins. Fyrir vikið var liðið illa stemmt í upphafi leiks og fékk á sig mark snemma leiks. Með sigri hefði liðið komist í 16-liða úrslitin en í stað þess eru leikmennirnir á leiðinni heim og hafa bónusgreiðslur til liðsins vakið mikla reiði meðal íbúa í Gana.Igor Akinfeev, Rússland Akinfeev er nafn sem margir sem spila tölvuleikinn Football Manager ættu að kannast við. Í leiknum var hann traustur markvörður sem gerði sjaldan mistök. Var því spennandi að sjá hann á stóra sviðinu en hann lék í fyrsta sinn á Heimsmeistaramóti í ár. Hann hafði sýnt fína takta á Evrópumótinu 2012 en tvenn mistök hans á mótinu í ár kostuðu Rússa eflaust sæti í sextán liða úrslitunum. Akinfeev fékk lasergeisla í andlitið á sér í leiknum gegn Alsír stuttu áður en Alsír jafnaði. Í markinu missti Akinfeev af einfaldri fyrirgjöf og átti Islam Slimani ekki í vandræðum með að skalla í autt netið.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir HM-uppbótartíminn: Loksins tapaði Klinsmann Riðlakeppni Heimsmeistaramótsins lauk í gær. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag og hefur tekið saman ýmsa tölfræðimola að lokum riðlakeppninnar. 27. júní 2014 16:00 HM-uppbótartíminn: Myndasyrpa Ljósmyndarar eru á hverju strái á Heimsmeistaramótinu og hefur Vísir tekið saman skemmtilega myndasyrpu. 27. júní 2014 17:30 Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Sjá meira
HM-uppbótartíminn: Loksins tapaði Klinsmann Riðlakeppni Heimsmeistaramótsins lauk í gær. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag og hefur tekið saman ýmsa tölfræðimola að lokum riðlakeppninnar. 27. júní 2014 16:00
HM-uppbótartíminn: Myndasyrpa Ljósmyndarar eru á hverju strái á Heimsmeistaramótinu og hefur Vísir tekið saman skemmtilega myndasyrpu. 27. júní 2014 17:30
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti