„Ég efast um að einhver fari norður“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2014 15:38 Vísir/Pjetur „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 75 manns starfa hjá Fiskistofu þar af 50 í Hafnarfirði. Þeim býðst að flytja norður og halda starfi sínu. „Ég efast um að einhver fari norður,“ segir starfsmaðurinn sem ræddi við Vísi. Honum var mikið niðri fyrir vegna tíðindanna en flestir starfsmenn höfðu haldið heim frá vinnu í áfalli. Starfsmenn voru boðaðir á fund í starfstöð Fiskistofu í Hafnarfirði klukkan 13 í dag. Var ætlunin að Sigurður Ingi kynnti þeim sjálfur hvað framundan væri. Ráðherra tafðist hins vegar og eftir um tíu mínútna bið í fundarsalnum, þar sem fólk beið í mikilli óvissu, ákvað fiskistofustjóri að taka af skarið og greina starfsfólki sínu sjálfur frá tíðindunum. Nokkru síðar mætti Sigurður Ingi á fundinn. Litlar umræður sköpuðust á fundinum í dag enda fólk enn að melta tíðindin að sögn starfsmannsins sem Vísir ræddi við. „Hann bauðst að koma aftur þegar við værum búin að hugsa málið og hefðum spurningar fram að færa.“ Sigurður tilkynnti starfsmönnum að til stæði að starfsemi færi að fullu fram á Akureyri vorið 2015. Væri flutningurinn hluti af því að færa starfsemi í auknum mæli út á land. Starfsmaðurinn sem gaf sér tíma til að ræða við Vísi segir að enginn hafi búist við tíðindum dagsins. „Ekkert þannig. Það er náttúrulega búið að ganga í gegnum niðurskurð frá hruni á hverju ári. Maður taldi að nóg væri komið.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að í skoðun væri að flytja fleiri stofnanir norður í land á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar á Akureyri í hádeginu í dag. Tengdar fréttir Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 75 manns starfa hjá Fiskistofu þar af 50 í Hafnarfirði. Þeim býðst að flytja norður og halda starfi sínu. „Ég efast um að einhver fari norður,“ segir starfsmaðurinn sem ræddi við Vísi. Honum var mikið niðri fyrir vegna tíðindanna en flestir starfsmenn höfðu haldið heim frá vinnu í áfalli. Starfsmenn voru boðaðir á fund í starfstöð Fiskistofu í Hafnarfirði klukkan 13 í dag. Var ætlunin að Sigurður Ingi kynnti þeim sjálfur hvað framundan væri. Ráðherra tafðist hins vegar og eftir um tíu mínútna bið í fundarsalnum, þar sem fólk beið í mikilli óvissu, ákvað fiskistofustjóri að taka af skarið og greina starfsfólki sínu sjálfur frá tíðindunum. Nokkru síðar mætti Sigurður Ingi á fundinn. Litlar umræður sköpuðust á fundinum í dag enda fólk enn að melta tíðindin að sögn starfsmannsins sem Vísir ræddi við. „Hann bauðst að koma aftur þegar við værum búin að hugsa málið og hefðum spurningar fram að færa.“ Sigurður tilkynnti starfsmönnum að til stæði að starfsemi færi að fullu fram á Akureyri vorið 2015. Væri flutningurinn hluti af því að færa starfsemi í auknum mæli út á land. Starfsmaðurinn sem gaf sér tíma til að ræða við Vísi segir að enginn hafi búist við tíðindum dagsins. „Ekkert þannig. Það er náttúrulega búið að ganga í gegnum niðurskurð frá hruni á hverju ári. Maður taldi að nóg væri komið.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að í skoðun væri að flytja fleiri stofnanir norður í land á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar á Akureyri í hádeginu í dag.
Tengdar fréttir Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46