„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Kjartan Atli Kjartansson og Sveinn Arnarsson skrifar 27. júní 2014 15:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson færði Akureyringum tíðindin í hádeginu í dag. „Það er síðan í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nú eftir hádegið. Á fundinum færði Sigmundur Davíð þau tíðindi að ákveðið hefðið verið að flytja Fiskistofu á Akureyri, eins og Vísir sagði frá í dag. Sigmundur sagði að tilfærsla höfuðstöðva Fiskistofu væri „í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni.“ Í ræðu sinni sagði forsætisráðherra að uppbygging yrði að vera um allt land. „Efst á blaði hjá ríkisstjórninni er að huga að þeim ráðstöfunum til þess að uppbyggingin á landinu eigi sér stað um allt land en ekki bara á afmörkuðum hluta þess.“ Ríkisvaldið gæti lagt sitt af mörkum í uppbyggingu landsbyggðarinnar með því að dreifa störfum hins opinbera um landið. „Efst á blaði hjá ríkisstjórninni er að huga að þeim ráðstöfunum til þess að uppbyggingin á landinu eigi sér stað um allt land en ekki bara á afmörkuðum hluta þess. Störfin eru ekki eins háð staðsetningu en áður, og því hlýtur það að gilda í báðar áttir. Þannig getum við unnið að því að byggja upp fleiri og sterkari kjarna um allt land og það er markmiðið að allt landið sé undir í uppbyggingunni,“ var meðal þess sem forsætisráðherra sagði í hádeginu. Höfuðstöðvar Fiskistofu, sem hafa verið í Hafnarfirði undanfarin níu ár, fara norður. „Megin starfssemi Fiskistofu flyst á Akureyri en enn verða þó áfram starfræktar starfsstöðvar á fimm stöðum á landinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Starfsstöðvar Fiskistofu eru í Vestmannaeyjum, á Stykkishólmi, á Ísafirði, Höfn í Hornafirði og voru á Akureyri, en flytjast nú væntanlega til Reykjavíkur. Tengdar fréttir Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
„Það er síðan í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nú eftir hádegið. Á fundinum færði Sigmundur Davíð þau tíðindi að ákveðið hefðið verið að flytja Fiskistofu á Akureyri, eins og Vísir sagði frá í dag. Sigmundur sagði að tilfærsla höfuðstöðva Fiskistofu væri „í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni.“ Í ræðu sinni sagði forsætisráðherra að uppbygging yrði að vera um allt land. „Efst á blaði hjá ríkisstjórninni er að huga að þeim ráðstöfunum til þess að uppbyggingin á landinu eigi sér stað um allt land en ekki bara á afmörkuðum hluta þess.“ Ríkisvaldið gæti lagt sitt af mörkum í uppbyggingu landsbyggðarinnar með því að dreifa störfum hins opinbera um landið. „Efst á blaði hjá ríkisstjórninni er að huga að þeim ráðstöfunum til þess að uppbyggingin á landinu eigi sér stað um allt land en ekki bara á afmörkuðum hluta þess. Störfin eru ekki eins háð staðsetningu en áður, og því hlýtur það að gilda í báðar áttir. Þannig getum við unnið að því að byggja upp fleiri og sterkari kjarna um allt land og það er markmiðið að allt landið sé undir í uppbyggingunni,“ var meðal þess sem forsætisráðherra sagði í hádeginu. Höfuðstöðvar Fiskistofu, sem hafa verið í Hafnarfirði undanfarin níu ár, fara norður. „Megin starfssemi Fiskistofu flyst á Akureyri en enn verða þó áfram starfræktar starfsstöðvar á fimm stöðum á landinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Starfsstöðvar Fiskistofu eru í Vestmannaeyjum, á Stykkishólmi, á Ísafirði, Höfn í Hornafirði og voru á Akureyri, en flytjast nú væntanlega til Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
„Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38