„Ég efast um að einhver fari norður“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2014 15:38 Vísir/Pjetur „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 75 manns starfa hjá Fiskistofu þar af 50 í Hafnarfirði. Þeim býðst að flytja norður og halda starfi sínu. „Ég efast um að einhver fari norður,“ segir starfsmaðurinn sem ræddi við Vísi. Honum var mikið niðri fyrir vegna tíðindanna en flestir starfsmenn höfðu haldið heim frá vinnu í áfalli. Starfsmenn voru boðaðir á fund í starfstöð Fiskistofu í Hafnarfirði klukkan 13 í dag. Var ætlunin að Sigurður Ingi kynnti þeim sjálfur hvað framundan væri. Ráðherra tafðist hins vegar og eftir um tíu mínútna bið í fundarsalnum, þar sem fólk beið í mikilli óvissu, ákvað fiskistofustjóri að taka af skarið og greina starfsfólki sínu sjálfur frá tíðindunum. Nokkru síðar mætti Sigurður Ingi á fundinn. Litlar umræður sköpuðust á fundinum í dag enda fólk enn að melta tíðindin að sögn starfsmannsins sem Vísir ræddi við. „Hann bauðst að koma aftur þegar við værum búin að hugsa málið og hefðum spurningar fram að færa.“ Sigurður tilkynnti starfsmönnum að til stæði að starfsemi færi að fullu fram á Akureyri vorið 2015. Væri flutningurinn hluti af því að færa starfsemi í auknum mæli út á land. Starfsmaðurinn sem gaf sér tíma til að ræða við Vísi segir að enginn hafi búist við tíðindum dagsins. „Ekkert þannig. Það er náttúrulega búið að ganga í gegnum niðurskurð frá hruni á hverju ári. Maður taldi að nóg væri komið.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að í skoðun væri að flytja fleiri stofnanir norður í land á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar á Akureyri í hádeginu í dag. Tengdar fréttir Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Sjá meira
„Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 75 manns starfa hjá Fiskistofu þar af 50 í Hafnarfirði. Þeim býðst að flytja norður og halda starfi sínu. „Ég efast um að einhver fari norður,“ segir starfsmaðurinn sem ræddi við Vísi. Honum var mikið niðri fyrir vegna tíðindanna en flestir starfsmenn höfðu haldið heim frá vinnu í áfalli. Starfsmenn voru boðaðir á fund í starfstöð Fiskistofu í Hafnarfirði klukkan 13 í dag. Var ætlunin að Sigurður Ingi kynnti þeim sjálfur hvað framundan væri. Ráðherra tafðist hins vegar og eftir um tíu mínútna bið í fundarsalnum, þar sem fólk beið í mikilli óvissu, ákvað fiskistofustjóri að taka af skarið og greina starfsfólki sínu sjálfur frá tíðindunum. Nokkru síðar mætti Sigurður Ingi á fundinn. Litlar umræður sköpuðust á fundinum í dag enda fólk enn að melta tíðindin að sögn starfsmannsins sem Vísir ræddi við. „Hann bauðst að koma aftur þegar við værum búin að hugsa málið og hefðum spurningar fram að færa.“ Sigurður tilkynnti starfsmönnum að til stæði að starfsemi færi að fullu fram á Akureyri vorið 2015. Væri flutningurinn hluti af því að færa starfsemi í auknum mæli út á land. Starfsmaðurinn sem gaf sér tíma til að ræða við Vísi segir að enginn hafi búist við tíðindum dagsins. „Ekkert þannig. Það er náttúrulega búið að ganga í gegnum niðurskurð frá hruni á hverju ári. Maður taldi að nóg væri komið.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að í skoðun væri að flytja fleiri stofnanir norður í land á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar á Akureyri í hádeginu í dag.
Tengdar fréttir Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Sjá meira
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46