„Ég efast um að einhver fari norður“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2014 15:38 Vísir/Pjetur „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 75 manns starfa hjá Fiskistofu þar af 50 í Hafnarfirði. Þeim býðst að flytja norður og halda starfi sínu. „Ég efast um að einhver fari norður,“ segir starfsmaðurinn sem ræddi við Vísi. Honum var mikið niðri fyrir vegna tíðindanna en flestir starfsmenn höfðu haldið heim frá vinnu í áfalli. Starfsmenn voru boðaðir á fund í starfstöð Fiskistofu í Hafnarfirði klukkan 13 í dag. Var ætlunin að Sigurður Ingi kynnti þeim sjálfur hvað framundan væri. Ráðherra tafðist hins vegar og eftir um tíu mínútna bið í fundarsalnum, þar sem fólk beið í mikilli óvissu, ákvað fiskistofustjóri að taka af skarið og greina starfsfólki sínu sjálfur frá tíðindunum. Nokkru síðar mætti Sigurður Ingi á fundinn. Litlar umræður sköpuðust á fundinum í dag enda fólk enn að melta tíðindin að sögn starfsmannsins sem Vísir ræddi við. „Hann bauðst að koma aftur þegar við værum búin að hugsa málið og hefðum spurningar fram að færa.“ Sigurður tilkynnti starfsmönnum að til stæði að starfsemi færi að fullu fram á Akureyri vorið 2015. Væri flutningurinn hluti af því að færa starfsemi í auknum mæli út á land. Starfsmaðurinn sem gaf sér tíma til að ræða við Vísi segir að enginn hafi búist við tíðindum dagsins. „Ekkert þannig. Það er náttúrulega búið að ganga í gegnum niðurskurð frá hruni á hverju ári. Maður taldi að nóg væri komið.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að í skoðun væri að flytja fleiri stofnanir norður í land á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar á Akureyri í hádeginu í dag. Tengdar fréttir Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 75 manns starfa hjá Fiskistofu þar af 50 í Hafnarfirði. Þeim býðst að flytja norður og halda starfi sínu. „Ég efast um að einhver fari norður,“ segir starfsmaðurinn sem ræddi við Vísi. Honum var mikið niðri fyrir vegna tíðindanna en flestir starfsmenn höfðu haldið heim frá vinnu í áfalli. Starfsmenn voru boðaðir á fund í starfstöð Fiskistofu í Hafnarfirði klukkan 13 í dag. Var ætlunin að Sigurður Ingi kynnti þeim sjálfur hvað framundan væri. Ráðherra tafðist hins vegar og eftir um tíu mínútna bið í fundarsalnum, þar sem fólk beið í mikilli óvissu, ákvað fiskistofustjóri að taka af skarið og greina starfsfólki sínu sjálfur frá tíðindunum. Nokkru síðar mætti Sigurður Ingi á fundinn. Litlar umræður sköpuðust á fundinum í dag enda fólk enn að melta tíðindin að sögn starfsmannsins sem Vísir ræddi við. „Hann bauðst að koma aftur þegar við værum búin að hugsa málið og hefðum spurningar fram að færa.“ Sigurður tilkynnti starfsmönnum að til stæði að starfsemi færi að fullu fram á Akureyri vorið 2015. Væri flutningurinn hluti af því að færa starfsemi í auknum mæli út á land. Starfsmaðurinn sem gaf sér tíma til að ræða við Vísi segir að enginn hafi búist við tíðindum dagsins. „Ekkert þannig. Það er náttúrulega búið að ganga í gegnum niðurskurð frá hruni á hverju ári. Maður taldi að nóg væri komið.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að í skoðun væri að flytja fleiri stofnanir norður í land á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar á Akureyri í hádeginu í dag.
Tengdar fréttir Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46