Erlent

Rússar selja Kínverjum gas

Ingvar Haraldsson skrifar
Búist er við að heimsókn Vladímír Pútíns til Kína skili milljarða samningi.
Búist er við að heimsókn Vladímír Pútíns til Kína skili milljarða samningi. Vísir /AP
Í opinberri heimsókn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, til Kína í næstu viku vonast kínversk yfirvöld til að þjóðirnar undirriti samning um stórkaup Kínverja á rússnesku gasi.

Samningurinn er metinn á hundruð milljarða íslenskra króna. Meira en áratugur er síðan samningaviðræður hófust. Þá náðu þjóðirnar ekki saman um verð á gasi.

Bandarísk yfirvöld hafa þrýst á kínversk yfirvöld að hætta við samninginn vegna framgöngu Rússa í Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×