Erlent

Fjórir menn dæmdir fyrir hópnauðgun í Indlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Tveir af mönnunum í fylgd lögreglu í Mumbai.
Tveir af mönnunum í fylgd lögreglu í Mumbai. Vísir/AFP
Fjórir menn voru í dag dæmdir sekir fyrir hópnauðgun í Mumbai í Indlandi. Þeir voru dæmdir fyrir fimm ákæruatriði, þar á meðal hópnauðgun, ónáttúrulegt kynlíf og að eyðileggja sönnunargögn. Fimmti maðurinn er einnig fyrir unglingarétti, en hann var undir 18 þegar brotið átti sér stað í ágúst í fyrra.

Sagt er frá málinu á vef BBC.

Mennirnir réðust á 22 ára gamla konu í yfirgefinni húsnæði þar sem hún var að störfum sem ljósmyndari, en þeir börðu einnig samstarfsmann hennar. Árisin vakti mikla athygli og reiði yfir kynbundnu ofbeldi í Indlandi.

Á morgun mun koma í ljós hver refsing mannanna verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×