Bardagar í Úkraínu þrátt fyrir vopnahlé Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. nóvember 2014 08:00 Barist í Úkraínu Sjálfboðaliðar gráir fyrir járnum í bænum Peski skammt frá Dónetsk fréttablaðið/AP Ekkert lát er á stríðsátökum í Úkraínu þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. Undanfarinn mánuð hafa þau kostað nærri 300 manns lífið og alls hafa um þúsund manns látist síðan samkomulagið var gert þann 5. september. Átökunum hafa fylgt alvarleg mannréttindabrot á borð við pyntingar, handtökur án dóms og laga, aftökur og kynferðisofbeldi. Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum segir að þessi mannréttindabrot hafi verið kerfisbundin og geti talist til glæpa gegn mannkyni. Í skýrslunni kemur fram að alls hafi átökin kostað að minnsta kosti 4.317 manns lífið frá því þau hófust um miðjan apríl. Nærri 466.830 manns hafa hrakist að heiman vegna þeirra. Uppreisnarmenn, sem vilja aðskilnað frá Úkraínu og helst sameiningu við Rússland, hafa mánuðum saman haft borgina Dónetsk og nokkur svæði í héraðinu Lúhansk á sínu valdi. Í skýrslunni segir að ástandið á þessum svæðum einkennist af upplausn. Uppreisnarmennirnir hafi fyrir löngu tekið lögin í sínar hendur. Það er hópur erindreka á vegum Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu sem hefur tekið skýrsluna saman. Úkraínustjórn og ráðamenn á Vesturlöndum hafa sakað rússnesk stjórnvöld um stuðning við uppreisnarmennina. Rússar segja á móti að stuðningur Vesturlanda við Úkraínustjórn geri aðeins illt verra. Tony Blinken, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, sagði á nefndarfundi í öldungadeild Bandaríkjaþings á miðvikudag að Bandaríkjastjórn ætti að skoða hvort ekki væri rétt að styrkja úkraínska herinn með því að senda þangað vopn. Rússar hafa tekið illa í þessi ummæli: „Bandaríkjamenn eru á meðal þeirra sem hrundu af stað átökunum í Úkraínu, og fari þeir nú að selja þangað vopn þá munu átökin magnast,“ sagði Nikolaí Patrúsjev, ritari öryggisráðs Rússlandsforseta. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur ekki viljað útvega Úkraínustjórn vopn, en meðal bandarískra þingmanna er töluverður stuðningur við að það verði gert. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Ekkert lát er á stríðsátökum í Úkraínu þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. Undanfarinn mánuð hafa þau kostað nærri 300 manns lífið og alls hafa um þúsund manns látist síðan samkomulagið var gert þann 5. september. Átökunum hafa fylgt alvarleg mannréttindabrot á borð við pyntingar, handtökur án dóms og laga, aftökur og kynferðisofbeldi. Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum segir að þessi mannréttindabrot hafi verið kerfisbundin og geti talist til glæpa gegn mannkyni. Í skýrslunni kemur fram að alls hafi átökin kostað að minnsta kosti 4.317 manns lífið frá því þau hófust um miðjan apríl. Nærri 466.830 manns hafa hrakist að heiman vegna þeirra. Uppreisnarmenn, sem vilja aðskilnað frá Úkraínu og helst sameiningu við Rússland, hafa mánuðum saman haft borgina Dónetsk og nokkur svæði í héraðinu Lúhansk á sínu valdi. Í skýrslunni segir að ástandið á þessum svæðum einkennist af upplausn. Uppreisnarmennirnir hafi fyrir löngu tekið lögin í sínar hendur. Það er hópur erindreka á vegum Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu sem hefur tekið skýrsluna saman. Úkraínustjórn og ráðamenn á Vesturlöndum hafa sakað rússnesk stjórnvöld um stuðning við uppreisnarmennina. Rússar segja á móti að stuðningur Vesturlanda við Úkraínustjórn geri aðeins illt verra. Tony Blinken, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, sagði á nefndarfundi í öldungadeild Bandaríkjaþings á miðvikudag að Bandaríkjastjórn ætti að skoða hvort ekki væri rétt að styrkja úkraínska herinn með því að senda þangað vopn. Rússar hafa tekið illa í þessi ummæli: „Bandaríkjamenn eru á meðal þeirra sem hrundu af stað átökunum í Úkraínu, og fari þeir nú að selja þangað vopn þá munu átökin magnast,“ sagði Nikolaí Patrúsjev, ritari öryggisráðs Rússlandsforseta. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur ekki viljað útvega Úkraínustjórn vopn, en meðal bandarískra þingmanna er töluverður stuðningur við að það verði gert.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira