Enski boltinn

„Drep þig ef þú ferð ekki frá Frakklandi“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Joye Barton, leikmaður QPR, birti í gær bréf sem hann fékk á meðan hann lék sem lánsmaður í Marseille í Frakklandi veturinn 2012-13.

„Fann gamalt „aðdáandabréf“,“ skrifaði Barton á Twitter-síðu með mynd af bréfinu sem var skrifað á bjagaðri ensku.

„Vinalegt ráð til þín. Ég ráðlegg þér að yfirgefa Frakkland um leið og tímabilinu lýkur með núverandi félagi þínu,“ skrifaði „aðdáandinn“.

„Ef þú verður ekki farinn frá Frakklandi fyrir 1. júní mun ég gera mér sérstaka ferð til Marseille til að lemja þig í hausinn með hafnaboltakylfu.“

Sjálfur gerði Barton grín að öllu saman. „Ég veit ekki hvort er verra - innihald bréfsins eða málfarið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×