Innlent

Njála á svið Borgarleikhússins

Jakob Bjarnar skrifar
Þorleifur Örn, eins kærasta stjarna íslensks leikhúss, ætlar að gera sér mat úr Njálu.
Þorleifur Örn, eins kærasta stjarna íslensks leikhúss, ætlar að gera sér mat úr Njálu. visir/arnþór
Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri ætlar að setja upp leiksýningu í Borgarleikhúsinu sem byggir á Njálu á næsta leikári, sem sagt því sem hefst næsta haust. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi í Borgarleikhúsinu í dag.

Þó Njála sé öndvegisverk íslenskra bókmennta, sú Íslendingasaga sem rís hvað hæst hvað varðar stíl og byggingu, hefur Njála aldrei verið sett upp á leiksviði áður. Ýmsir hafa þó byggt verk sín á Njálu, beint sem óbeint.

Þorleifur Örn er tvímælalaust einhver skærasta stjarna íslensks leikhúss nú um mundir. Hann er nú að æfa jólasýningu Þjóðleikhússins, Sjálfstætt fólk en áður hefur til að mynda uppfærsla hans á Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson í Þjóðleikhúsinu hlotið lofsamlega dóma og verið vel tekið af leikhúsgestum. Þá hefur Þorleifur og hans menn starfað í Þýskalandi við góðan orðstír.

Verklag hans einkennist af því að gera sé mat úr epískum verkum, en þá alfarið á forsendum leikhússins sem slíks.


Tengdar fréttir

Sjálfstætt fólk er algjörlega hræðileg saga

Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins sem byggð er á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Hann segir fólk gjarnt á að mistúlka verkið.

Barnaníðingurinn Bjartur í Sumarhúsum

Ef marka má málþing sem haldið var í gær má búast við því að jólasýning Þjóðleikhússins, Sjálfstætt fólk – hetjusaga, ýfi burstir á þjóðarsálinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×