Innlent

Rómeó og Júlía tilnefnt sem leikrit ársins

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Filippía Elísdóttir
Leikritið Rómeó og Júlía var í dag tilnefnt sem sýning ársins í Þýskalandi, Austurríki og Sviss, en sýningin hefur verið á dagskrá leikhússins í Mainz. Alls eru 61 leikrit tilnefnt til verðlauna.

Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir verkinu. Jósef Halldórsson sér um leikmyndina og Filippía Elísdóttir um búninga.

Lesendur síðunnar Nachtkritik geta kosið leikrit til 29. janúar og þá mun dómnefnd velja úr tíu efstu leikritunum. Úrslitin verða kynnt 30. janúar. Hægt er að kjósa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×