Fjórir leikir fara fram í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og býður íþróttavefur Vísis lesendum sínum upp á að fylgjast með þeim öllum samtímis.
Neðst í fréttinni má sjá sjálfvirka uppfærslu á helstu atvikum í leikjunum sem hefjast nú klukkan 18.45. Leikur Celtic og Maribor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þá er leik Zenit Saint Petersburg og Standard Liege lokið en Zenit vann 3-0 sigur í Rússlandi þrátt fyrir að hafa misst mann af velli rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Svo nægir að smella á viðkomandi leik til að fá frekari upplýsingar - byrjunarlið, skiptingar, spjöld og mörk.
