Bayern í tölum | Hvert metið slegið á fætur öðru Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2014 14:00 Bæjarar gera lítið annað en að vinna fótboltaleiki. Vísir/Getty Bayern München fagnaði sigri í Meistaradeildinni á síðasta tímabili en liðið vann þrennuna þar sem það stóð einnig uppi sem meistari í þýsku deildinni og í þýska bikarnum. Velgengni liðsins hefur verið gríðarleg frá byrjun síðustu leiktíðar undir stjórn JuppHeynckes og hún heldur áfram undir stjórn Peps Guardiola. Liðið er taplaust í 49 leikjum í deildinni og stefnir á að vera fyrsta liðið í sögunni til að verja Meistaradeildartitilinn. Bayern mætir Arsenal í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en Þjóðverjarnir eru 2-0 yfir eftir fyrri leikinn á Emirates-vellinum í London. Arsenal á svo sannarlega erfitt verkefni fyrir höndum eins og sjá má enda þetta Bayern-liðið engu líkt. Hér að neðan má sjá hluta af því sem Bayern München hefur afrekað undanfarin misseri í tölum. Greinin er fengin af knattspyrnuvefnum Goal.com.Bayern München í tölum:0 - Fjöldi liða sem hefur varið titilinn í Meistaradeildinni síðan hún var sett á laggirnar 1992.3 - Bayern hefur aðeins tapað þremur leikjum síðan í ársbyrjun 2013. Tveir þeirra skiptu engu máli.4 - Bayern hefur aðeins orðið af fjórum stigum í þýsku deildinni í vetur. Liðið gerði jafntefli við Freiburg og Bayer Leverkusen.5 - Fjöldi titla sem Heynckes og Guardiola eru búnir að vinna sem þjálfarar Bayern á einu ári. Deildin, bikarinn, Meistaradeildin, heimsmeistarakeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu.10 - Frá og með úrslitaleiknum gegn Dortmund á Wembley í fyrra hefur Bayern unnið tíu útileiki í röð í Meistaradeildinni sem er met.16 - Sigur Bayern á Wolfsburg í þýsku deildinni um síðustu helgi var 16. deildarsigur liðsins í röð. Það er met sem Bayern getur haldið áfram að bæta. Fjórtán sigrar í röð var gamla metið.20 - Bayern er 20 stigum á undan næsta liði í þýsku 1. deildinni og gæti sett met í að vinna titilinn snemma á árinu. Bæjarar unnu titilinn 6. apríl í fyrra en ef svo fer sem horfir verður liðið meistari 25. mars.21 - Bayern hélt 21 sinni hreinu í þýsku deildinni í fyrra. Það met getur liðið bætt í ár.22 -Mario Mandzukic og ThomasMüller eru markahæstu leikmenn liðsins á tímabilinu með 22 mörk. FranckRibéry, MarioGötze og ArjenRobben hafa allir skorað fleiri en tíu mörk.47 - Bayern varð vetrarmeistari fyrir jól með því að vera á toppnum í Þýskalandi í jólafríinu. Stigin 47 sem liðið innbyrti er nýtt met. Fyrra metið var 42 stig sem Bayern setti sjálft á síðustu leiktíð.49 - Bæjarar hafa ekki tapað í síðustu 49 leikjum sínum í þýsku 1. deildinni. Síðast tapaði tapaði liðið fyrir Bayer Leverkusen í október 2012.61 - Markatala Bayern er betri en hjá nokkru öðru liði í sögu þýsku deildarinnar.72 - Fjöldi marka sem liðið hefur skorað í 24 deildarleikjum. Metið er 101 mark og það á Bayern.106 - Leikmenn Bayern hafa skotið 106 sinnum á markið í Meistaradeildinni í vetur, oftar en nokkurt annað lið. Átta skotanna hafa farið í tréverkið sem er auðvitað met.117 - Bayern hefur fengið 117 stig af 123 mögulegum í síðustu leikjum sínum í þýsku 1. deildinni.119 - Fjöldi marka Bæjara í öllum keppnum á tímabilinu í 39 leikjum. Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Tengdar fréttir Wenger vonar að dómarinn verði sanngjarn í kvöld Frakkinn vill að dómarinn verði á tánum á Allianz-vellinum í kvöld því hann er þreyttur á að leika manni færri í mikilvægum leikjum. 11. mars 2014 10:30 Sagan ekki með Man. City og Arsenal í liði í Meistaradeildinni Aðeins sex sinnum hefur lið farið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir tap í fyrri leik á heimavelli. 11. mars 2014 09:45 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Sjá meira
Bayern München fagnaði sigri í Meistaradeildinni á síðasta tímabili en liðið vann þrennuna þar sem það stóð einnig uppi sem meistari í þýsku deildinni og í þýska bikarnum. Velgengni liðsins hefur verið gríðarleg frá byrjun síðustu leiktíðar undir stjórn JuppHeynckes og hún heldur áfram undir stjórn Peps Guardiola. Liðið er taplaust í 49 leikjum í deildinni og stefnir á að vera fyrsta liðið í sögunni til að verja Meistaradeildartitilinn. Bayern mætir Arsenal í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en Þjóðverjarnir eru 2-0 yfir eftir fyrri leikinn á Emirates-vellinum í London. Arsenal á svo sannarlega erfitt verkefni fyrir höndum eins og sjá má enda þetta Bayern-liðið engu líkt. Hér að neðan má sjá hluta af því sem Bayern München hefur afrekað undanfarin misseri í tölum. Greinin er fengin af knattspyrnuvefnum Goal.com.Bayern München í tölum:0 - Fjöldi liða sem hefur varið titilinn í Meistaradeildinni síðan hún var sett á laggirnar 1992.3 - Bayern hefur aðeins tapað þremur leikjum síðan í ársbyrjun 2013. Tveir þeirra skiptu engu máli.4 - Bayern hefur aðeins orðið af fjórum stigum í þýsku deildinni í vetur. Liðið gerði jafntefli við Freiburg og Bayer Leverkusen.5 - Fjöldi titla sem Heynckes og Guardiola eru búnir að vinna sem þjálfarar Bayern á einu ári. Deildin, bikarinn, Meistaradeildin, heimsmeistarakeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu.10 - Frá og með úrslitaleiknum gegn Dortmund á Wembley í fyrra hefur Bayern unnið tíu útileiki í röð í Meistaradeildinni sem er met.16 - Sigur Bayern á Wolfsburg í þýsku deildinni um síðustu helgi var 16. deildarsigur liðsins í röð. Það er met sem Bayern getur haldið áfram að bæta. Fjórtán sigrar í röð var gamla metið.20 - Bayern er 20 stigum á undan næsta liði í þýsku 1. deildinni og gæti sett met í að vinna titilinn snemma á árinu. Bæjarar unnu titilinn 6. apríl í fyrra en ef svo fer sem horfir verður liðið meistari 25. mars.21 - Bayern hélt 21 sinni hreinu í þýsku deildinni í fyrra. Það met getur liðið bætt í ár.22 -Mario Mandzukic og ThomasMüller eru markahæstu leikmenn liðsins á tímabilinu með 22 mörk. FranckRibéry, MarioGötze og ArjenRobben hafa allir skorað fleiri en tíu mörk.47 - Bayern varð vetrarmeistari fyrir jól með því að vera á toppnum í Þýskalandi í jólafríinu. Stigin 47 sem liðið innbyrti er nýtt met. Fyrra metið var 42 stig sem Bayern setti sjálft á síðustu leiktíð.49 - Bæjarar hafa ekki tapað í síðustu 49 leikjum sínum í þýsku 1. deildinni. Síðast tapaði tapaði liðið fyrir Bayer Leverkusen í október 2012.61 - Markatala Bayern er betri en hjá nokkru öðru liði í sögu þýsku deildarinnar.72 - Fjöldi marka sem liðið hefur skorað í 24 deildarleikjum. Metið er 101 mark og það á Bayern.106 - Leikmenn Bayern hafa skotið 106 sinnum á markið í Meistaradeildinni í vetur, oftar en nokkurt annað lið. Átta skotanna hafa farið í tréverkið sem er auðvitað met.117 - Bayern hefur fengið 117 stig af 123 mögulegum í síðustu leikjum sínum í þýsku 1. deildinni.119 - Fjöldi marka Bæjara í öllum keppnum á tímabilinu í 39 leikjum.
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Tengdar fréttir Wenger vonar að dómarinn verði sanngjarn í kvöld Frakkinn vill að dómarinn verði á tánum á Allianz-vellinum í kvöld því hann er þreyttur á að leika manni færri í mikilvægum leikjum. 11. mars 2014 10:30 Sagan ekki með Man. City og Arsenal í liði í Meistaradeildinni Aðeins sex sinnum hefur lið farið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir tap í fyrri leik á heimavelli. 11. mars 2014 09:45 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Sjá meira
Wenger vonar að dómarinn verði sanngjarn í kvöld Frakkinn vill að dómarinn verði á tánum á Allianz-vellinum í kvöld því hann er þreyttur á að leika manni færri í mikilvægum leikjum. 11. mars 2014 10:30
Sagan ekki með Man. City og Arsenal í liði í Meistaradeildinni Aðeins sex sinnum hefur lið farið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir tap í fyrri leik á heimavelli. 11. mars 2014 09:45