Byggir söguþráðinn á líkfundarmálinu Haraldur Guðmundsson skrifar 20. október 2014 07:00 Kafari fann lík Vaidas Jucevicius aðeins þremur dögum eftir að honum hafði verið kastað í sjóinn af netagerðarbryggjunni í Neskaupstað. Kvikmynd með söguþráð sem byggir að miklu leyti á líkfundarmálinu í Neskaupstað hefur fengið vilyrði fyrir 80 milljóna króna styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands. Myndin heitir Undir halastjörnu og verður tekin upp veturinn 2016. „Hugmyndin að handritinu kviknaði þegar ég fylgdist með þessu máli á sínum tíma og við eltum söguna upp að vissu marki. Mér finnst ótrúlegt að það sé enginn löngu búinn að gera þetta því þessi saga er auðvitað eins og hún er,“ segir Ari Alexander Ergis Magnússon, leikstjóri og handritshöfundur Undir halastjörnu. Ari segir myndina fjalla um tvo Litháa sem koma hingað til lands með drauma um gull og græna skóga. Hann líkir sambandi þeirra við biblíusöguna af Kain og Abel. „Við förum tuttugu ár aftur í tímann og byrjum þar sem þeir eru börn. Þar sjáum við þá takast á við spurningar eins og hvað það er að vera maður og hvernig það er að koma frá Austur-Evrópu með draum um að allt sé fínt og gott á Íslandi,“ segir Ari. Hann var staddur í New York að vinna að fjármögnun myndarinnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður er einn af framleiðendum myndarinnar en yfirumsjón framleiðslunnar er í höndum Leifs B. Dagfinnssonar og Kristins Þórðarsonar, framleiðenda hjá Truenorth. „Myndin gerist í febrúar og við stefnum að því að byrja tökur veturinn 2016. Næstu vikur fara í að finna leikara og vinna í restinni af fjármögnuninni en við erum meðal annars í viðræðum við aðila í Litháen, Þýskalandi og Rússlandi,“ segir Kristinn og heldur áfram: „Handritið er mjög gott og er tilbúið og það er grunnurinn að þessu öllu. Nú þegar vilyrðið er komið getum við farið af stað fyrir alvöru að leita að fjármagni fyrir restinni.“ Aðalsöguhetja myndarinnar heitir Vaidas í höfuðið á Vaidas Jucevicius. Hann fannst látinn í höfninni í Neskaupstað í febrúarmánuði 2004 vafinn inn í plastpoka og teppi. Krufning leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna fíkniefnapakkninga sem hann var með innvortis. Níu dögum eftir að líkið fannst voru þrír menn handteknir. Þeir voru síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni, fyrir að koma Vaidasi ekki til aðstoðar og fyrir illa meðferð á líki hans. „Þetta er tíu ára gamalt mál og ég byrjaði að skrifa þetta handrit þegar þetta gerðist árið 2004. Það er ótrúlegt að þetta sé loksins að verða að veruleika,“ segir Ari. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Kvikmynd með söguþráð sem byggir að miklu leyti á líkfundarmálinu í Neskaupstað hefur fengið vilyrði fyrir 80 milljóna króna styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands. Myndin heitir Undir halastjörnu og verður tekin upp veturinn 2016. „Hugmyndin að handritinu kviknaði þegar ég fylgdist með þessu máli á sínum tíma og við eltum söguna upp að vissu marki. Mér finnst ótrúlegt að það sé enginn löngu búinn að gera þetta því þessi saga er auðvitað eins og hún er,“ segir Ari Alexander Ergis Magnússon, leikstjóri og handritshöfundur Undir halastjörnu. Ari segir myndina fjalla um tvo Litháa sem koma hingað til lands með drauma um gull og græna skóga. Hann líkir sambandi þeirra við biblíusöguna af Kain og Abel. „Við förum tuttugu ár aftur í tímann og byrjum þar sem þeir eru börn. Þar sjáum við þá takast á við spurningar eins og hvað það er að vera maður og hvernig það er að koma frá Austur-Evrópu með draum um að allt sé fínt og gott á Íslandi,“ segir Ari. Hann var staddur í New York að vinna að fjármögnun myndarinnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður er einn af framleiðendum myndarinnar en yfirumsjón framleiðslunnar er í höndum Leifs B. Dagfinnssonar og Kristins Þórðarsonar, framleiðenda hjá Truenorth. „Myndin gerist í febrúar og við stefnum að því að byrja tökur veturinn 2016. Næstu vikur fara í að finna leikara og vinna í restinni af fjármögnuninni en við erum meðal annars í viðræðum við aðila í Litháen, Þýskalandi og Rússlandi,“ segir Kristinn og heldur áfram: „Handritið er mjög gott og er tilbúið og það er grunnurinn að þessu öllu. Nú þegar vilyrðið er komið getum við farið af stað fyrir alvöru að leita að fjármagni fyrir restinni.“ Aðalsöguhetja myndarinnar heitir Vaidas í höfuðið á Vaidas Jucevicius. Hann fannst látinn í höfninni í Neskaupstað í febrúarmánuði 2004 vafinn inn í plastpoka og teppi. Krufning leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna fíkniefnapakkninga sem hann var með innvortis. Níu dögum eftir að líkið fannst voru þrír menn handteknir. Þeir voru síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni, fyrir að koma Vaidasi ekki til aðstoðar og fyrir illa meðferð á líki hans. „Þetta er tíu ára gamalt mál og ég byrjaði að skrifa þetta handrit þegar þetta gerðist árið 2004. Það er ótrúlegt að þetta sé loksins að verða að veruleika,“ segir Ari.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira