Byggir söguþráðinn á líkfundarmálinu Haraldur Guðmundsson skrifar 20. október 2014 07:00 Kafari fann lík Vaidas Jucevicius aðeins þremur dögum eftir að honum hafði verið kastað í sjóinn af netagerðarbryggjunni í Neskaupstað. Kvikmynd með söguþráð sem byggir að miklu leyti á líkfundarmálinu í Neskaupstað hefur fengið vilyrði fyrir 80 milljóna króna styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands. Myndin heitir Undir halastjörnu og verður tekin upp veturinn 2016. „Hugmyndin að handritinu kviknaði þegar ég fylgdist með þessu máli á sínum tíma og við eltum söguna upp að vissu marki. Mér finnst ótrúlegt að það sé enginn löngu búinn að gera þetta því þessi saga er auðvitað eins og hún er,“ segir Ari Alexander Ergis Magnússon, leikstjóri og handritshöfundur Undir halastjörnu. Ari segir myndina fjalla um tvo Litháa sem koma hingað til lands með drauma um gull og græna skóga. Hann líkir sambandi þeirra við biblíusöguna af Kain og Abel. „Við förum tuttugu ár aftur í tímann og byrjum þar sem þeir eru börn. Þar sjáum við þá takast á við spurningar eins og hvað það er að vera maður og hvernig það er að koma frá Austur-Evrópu með draum um að allt sé fínt og gott á Íslandi,“ segir Ari. Hann var staddur í New York að vinna að fjármögnun myndarinnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður er einn af framleiðendum myndarinnar en yfirumsjón framleiðslunnar er í höndum Leifs B. Dagfinnssonar og Kristins Þórðarsonar, framleiðenda hjá Truenorth. „Myndin gerist í febrúar og við stefnum að því að byrja tökur veturinn 2016. Næstu vikur fara í að finna leikara og vinna í restinni af fjármögnuninni en við erum meðal annars í viðræðum við aðila í Litháen, Þýskalandi og Rússlandi,“ segir Kristinn og heldur áfram: „Handritið er mjög gott og er tilbúið og það er grunnurinn að þessu öllu. Nú þegar vilyrðið er komið getum við farið af stað fyrir alvöru að leita að fjármagni fyrir restinni.“ Aðalsöguhetja myndarinnar heitir Vaidas í höfuðið á Vaidas Jucevicius. Hann fannst látinn í höfninni í Neskaupstað í febrúarmánuði 2004 vafinn inn í plastpoka og teppi. Krufning leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna fíkniefnapakkninga sem hann var með innvortis. Níu dögum eftir að líkið fannst voru þrír menn handteknir. Þeir voru síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni, fyrir að koma Vaidasi ekki til aðstoðar og fyrir illa meðferð á líki hans. „Þetta er tíu ára gamalt mál og ég byrjaði að skrifa þetta handrit þegar þetta gerðist árið 2004. Það er ótrúlegt að þetta sé loksins að verða að veruleika,“ segir Ari. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Kvikmynd með söguþráð sem byggir að miklu leyti á líkfundarmálinu í Neskaupstað hefur fengið vilyrði fyrir 80 milljóna króna styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands. Myndin heitir Undir halastjörnu og verður tekin upp veturinn 2016. „Hugmyndin að handritinu kviknaði þegar ég fylgdist með þessu máli á sínum tíma og við eltum söguna upp að vissu marki. Mér finnst ótrúlegt að það sé enginn löngu búinn að gera þetta því þessi saga er auðvitað eins og hún er,“ segir Ari Alexander Ergis Magnússon, leikstjóri og handritshöfundur Undir halastjörnu. Ari segir myndina fjalla um tvo Litháa sem koma hingað til lands með drauma um gull og græna skóga. Hann líkir sambandi þeirra við biblíusöguna af Kain og Abel. „Við förum tuttugu ár aftur í tímann og byrjum þar sem þeir eru börn. Þar sjáum við þá takast á við spurningar eins og hvað það er að vera maður og hvernig það er að koma frá Austur-Evrópu með draum um að allt sé fínt og gott á Íslandi,“ segir Ari. Hann var staddur í New York að vinna að fjármögnun myndarinnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður er einn af framleiðendum myndarinnar en yfirumsjón framleiðslunnar er í höndum Leifs B. Dagfinnssonar og Kristins Þórðarsonar, framleiðenda hjá Truenorth. „Myndin gerist í febrúar og við stefnum að því að byrja tökur veturinn 2016. Næstu vikur fara í að finna leikara og vinna í restinni af fjármögnuninni en við erum meðal annars í viðræðum við aðila í Litháen, Þýskalandi og Rússlandi,“ segir Kristinn og heldur áfram: „Handritið er mjög gott og er tilbúið og það er grunnurinn að þessu öllu. Nú þegar vilyrðið er komið getum við farið af stað fyrir alvöru að leita að fjármagni fyrir restinni.“ Aðalsöguhetja myndarinnar heitir Vaidas í höfuðið á Vaidas Jucevicius. Hann fannst látinn í höfninni í Neskaupstað í febrúarmánuði 2004 vafinn inn í plastpoka og teppi. Krufning leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna fíkniefnapakkninga sem hann var með innvortis. Níu dögum eftir að líkið fannst voru þrír menn handteknir. Þeir voru síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni, fyrir að koma Vaidasi ekki til aðstoðar og fyrir illa meðferð á líki hans. „Þetta er tíu ára gamalt mál og ég byrjaði að skrifa þetta handrit þegar þetta gerðist árið 2004. Það er ótrúlegt að þetta sé loksins að verða að veruleika,“ segir Ari.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira