40 milljónir andarunga kramdir lifandi árlega Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2014 13:00 Dýraverndarsamtök hafa lengi barist gegn framleiðslu foie gras kæfu. Vísir/Skjáskot/AFP Allt að 40 milljónir dagsgamalla andarunga lenda í iðnaðarkvörnum við framleiðslu foie gras kæfu, sem er vinsæl í Frakklandi og á veitingastöðum víða um heim. Framleiðslan hefur vakið athygli síðustu daga eftir að Neewsweek birti umfjöllun og myndbönd sem sýna fram á slæma meðferð dýra. Þar segir að bændur í Frakklandi fari ekki eftir reglum ESB um meðferð dýra við framleiðsluna.Foie gras er kæfa gerð úr lifrum anda og gæsa sem eru gríðarlega stórar eftir að mat er troðið ofan í maga þeirra. Með umfjöllun Neewsweek fylgir tveggja ára gamalt myndband sem sýnir starfsmenn flokka dagsgamla andarunga eftir kyni. Kvenkyns ungunum kasta þeir í kvörn. Leifar þeirra eru ásamt öðru notað í kattafóður, áburð og lyfjaframleiðslu. Karlkyns endur bæta hraðar við sig þyngd og eru því frekar notaðir til framleiðslunar. Því eru um 40 milljónir unga kramdir lifandi á ári hverju. Fæðu er troðið í endurnar nokkrum sinnum á dag til að stækka lifur þeirra. Eftir um tvær vikur eru endurnar sendar til slátrunar. Hér að neðan má einnig sjá myndband sem sýnir aðferðina. Dýraverndarsamtök eins og PETA hafa lengi barist gegn þessari framleiðslu og segja hana vera ómannúðlega. „Þetta er eins og troða 20 kílóum af pasta í maga menneskju, tvisvar á dag í tvær vikur,“ segir leikkonan og baráttukonan Brigitte Bardot við Neewsweek. „Ímyndið ykkur að matnum sé troðið með slöngu í maga ykkar, á meðan þið sitjið í búri og getið ekki hreyft ykkur.“ Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Allt að 40 milljónir dagsgamalla andarunga lenda í iðnaðarkvörnum við framleiðslu foie gras kæfu, sem er vinsæl í Frakklandi og á veitingastöðum víða um heim. Framleiðslan hefur vakið athygli síðustu daga eftir að Neewsweek birti umfjöllun og myndbönd sem sýna fram á slæma meðferð dýra. Þar segir að bændur í Frakklandi fari ekki eftir reglum ESB um meðferð dýra við framleiðsluna.Foie gras er kæfa gerð úr lifrum anda og gæsa sem eru gríðarlega stórar eftir að mat er troðið ofan í maga þeirra. Með umfjöllun Neewsweek fylgir tveggja ára gamalt myndband sem sýnir starfsmenn flokka dagsgamla andarunga eftir kyni. Kvenkyns ungunum kasta þeir í kvörn. Leifar þeirra eru ásamt öðru notað í kattafóður, áburð og lyfjaframleiðslu. Karlkyns endur bæta hraðar við sig þyngd og eru því frekar notaðir til framleiðslunar. Því eru um 40 milljónir unga kramdir lifandi á ári hverju. Fæðu er troðið í endurnar nokkrum sinnum á dag til að stækka lifur þeirra. Eftir um tvær vikur eru endurnar sendar til slátrunar. Hér að neðan má einnig sjá myndband sem sýnir aðferðina. Dýraverndarsamtök eins og PETA hafa lengi barist gegn þessari framleiðslu og segja hana vera ómannúðlega. „Þetta er eins og troða 20 kílóum af pasta í maga menneskju, tvisvar á dag í tvær vikur,“ segir leikkonan og baráttukonan Brigitte Bardot við Neewsweek. „Ímyndið ykkur að matnum sé troðið með slöngu í maga ykkar, á meðan þið sitjið í búri og getið ekki hreyft ykkur.“
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira