Fjölmiðlar ytra greina frá því að Ole Gunnar Solskjær, stjóri Cardiff, ætli að kaupa tvo unga norska knattspyrnumenn til félagsins.
Þetta eru þeir Mats Möller Dæhli og Magnus Wolff Eikrem. Báðir voru á mála hjá unglingaliði Manchester United á sínum tíma og léku báðir undir stjórn Solskjær hjá Molde í Noregi.
Dæhli er enn á mála hjá Molde en Eikrem leikur með Heerenveen í Hollandi. Bæði félög hafa staðfest viðræður við Cardiff vegna mögulegra kaupa.
„Viðræður ganga vel. Mats mun ræða við félagið. Ég tel að þetta verði klárað á næstu dögum,“ sagði Tarje Nordstrand Jacobsen, framkvæmdarstjóri Molde, við norska fjölmiðla.
Alfreð Finnbogason, liðsfélagi Eikrem hjá Heerenveen, hefur einnig verið orðaður við Cardiff eftir að Solskjær tók við stöðu knattspyrnustjóra í síðustu viku.
Tveir Norðmenn á leið til Cardfiff
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið






„Þjáning í marga daga“
Handbolti



Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti