Ný íslensk tækni: Hægt að koma í veg fyrir yfir 99% mistaka við lyfjagjöf Hrund Þórsdóttir skrifar 11. maí 2014 00:01 Ný íslensk tækni getur komið í veg fyrir yfir 99% af mistökum sem gerð eru við lyfjagjöf og þannig bjargað ótal mannslífum. Tæknin er þegar komin í notkun erlendis og von er til þess að íslenskir sjúklingar njóti góðs af henni. Mistök við lyfjagjöf eru mjög algeng og leiða í verstu tilfellum til dauða, eins og hjá Pétri Péturssyni sem lést sjöunda janúar síðastliðinn eftir mistök við lyfjagjöf á hjúkrunarheimilinu Garðvangi.Bandarísk rannsókn segir raunar 20% lyfja á sjúkrahúsum vitlaust gefin og samkvæmt hollenskri rannsókn eru yfir 80% líkur á að fólk á hjúkrunarheimilum verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst þar í eitt ár. Ástandið er svipað hér á landi en vona má að það lagist með tilkomu tækis sem íslenskur læknir hefur hannað og þróað. MedEye er lyfjaskanni sem hjúkrunarfræðingur rennir lyfjum í gegnum rétt áður en þau eru gefin sjúklingum. Tækið greinir þau og ber saman við ávísuð lyf til að koma í veg fyrir mistök. „MedEye notar tölvusjón. Það eru teknar mjög margar myndir og töflurnar eru skannaðar með lazer til að mæla þær mjög nákvæmlega, þannig að þetta vinnur fyrst og fremst með útlit; lit, stærð og lögun taflanna,“ segir Ívar Helgason, læknir og stofnandi Mint Solutions. Árangurinn sem vænta má af tækinu fer eftir því hvaða lyf eru í notkun á viðkomandi heilbrigðisstofnun. „En það er hægt að koma í veg fyrir vel yfir 99% af mistökum eins og staðan er í dag,“ segir hann. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er stærsti fjárfestirinn í Mint Solutions og hefur Tækniþróunarsjóður stutt vel við fyrirtækið frá upphafi. Verið er að ganga frá stórri erlendri fjárfestingu en MedEye hefur verið í notkun í Hollandi í rúmt ár. Unnið er að uppsetningu tækisins á yfir þrjátíu spítölum í Evrópu. „Síðan erum við í viðræðum við keðju af hjúkrunarheimilum sem eru með 220 hjúkrunarheimili og rúmlega 20 þúsund rúm. Það er mjög spennandi verkefni.“ Þá hefur fyrirtækið átt í viðræðum við innlenda aðila og Ívar kveðst aðspurður vona að íslenskir sjúklingar njóti góðs af tækninni fljótlega. Um tíu starfsmenn vinna nú hjá Mint Solutions en stefnt er að því að hafa þekkingarhluta fyrirtækisins áfram hér á landi og bæta við starfsfólki. Tengdar fréttir Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00 Mannslát vegna mistaka: Skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað Læknir segir skrýtið að manni sem lést eftir mistök við lyfjagjöf á Garðvangi, hafi ekki verið gefið móteitur og prófessor segir ráðlegt að nota það, þrátt fyrir mögulega áhættu. Landlæknir lofar fjölskyldunni að málið verði skoðað af festu. 29. janúar 2014 20:00 Lyf oft vitlaust gefin: "Ástæða til að hafa áhyggjur" 20% lyfja á sjúkrahúsum eru vitlaust gefin og yfir 80% líkur eru á að fólk verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst á hjúkrunarheimili í eitt ár, samkvæmt erlendum rannsóknum. Ástandið er svipað hér á landi og ástæða til að hafa áhyggjur, segir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. 19. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Ný íslensk tækni getur komið í veg fyrir yfir 99% af mistökum sem gerð eru við lyfjagjöf og þannig bjargað ótal mannslífum. Tæknin er þegar komin í notkun erlendis og von er til þess að íslenskir sjúklingar njóti góðs af henni. Mistök við lyfjagjöf eru mjög algeng og leiða í verstu tilfellum til dauða, eins og hjá Pétri Péturssyni sem lést sjöunda janúar síðastliðinn eftir mistök við lyfjagjöf á hjúkrunarheimilinu Garðvangi.Bandarísk rannsókn segir raunar 20% lyfja á sjúkrahúsum vitlaust gefin og samkvæmt hollenskri rannsókn eru yfir 80% líkur á að fólk á hjúkrunarheimilum verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst þar í eitt ár. Ástandið er svipað hér á landi en vona má að það lagist með tilkomu tækis sem íslenskur læknir hefur hannað og þróað. MedEye er lyfjaskanni sem hjúkrunarfræðingur rennir lyfjum í gegnum rétt áður en þau eru gefin sjúklingum. Tækið greinir þau og ber saman við ávísuð lyf til að koma í veg fyrir mistök. „MedEye notar tölvusjón. Það eru teknar mjög margar myndir og töflurnar eru skannaðar með lazer til að mæla þær mjög nákvæmlega, þannig að þetta vinnur fyrst og fremst með útlit; lit, stærð og lögun taflanna,“ segir Ívar Helgason, læknir og stofnandi Mint Solutions. Árangurinn sem vænta má af tækinu fer eftir því hvaða lyf eru í notkun á viðkomandi heilbrigðisstofnun. „En það er hægt að koma í veg fyrir vel yfir 99% af mistökum eins og staðan er í dag,“ segir hann. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er stærsti fjárfestirinn í Mint Solutions og hefur Tækniþróunarsjóður stutt vel við fyrirtækið frá upphafi. Verið er að ganga frá stórri erlendri fjárfestingu en MedEye hefur verið í notkun í Hollandi í rúmt ár. Unnið er að uppsetningu tækisins á yfir þrjátíu spítölum í Evrópu. „Síðan erum við í viðræðum við keðju af hjúkrunarheimilum sem eru með 220 hjúkrunarheimili og rúmlega 20 þúsund rúm. Það er mjög spennandi verkefni.“ Þá hefur fyrirtækið átt í viðræðum við innlenda aðila og Ívar kveðst aðspurður vona að íslenskir sjúklingar njóti góðs af tækninni fljótlega. Um tíu starfsmenn vinna nú hjá Mint Solutions en stefnt er að því að hafa þekkingarhluta fyrirtækisins áfram hér á landi og bæta við starfsfólki.
Tengdar fréttir Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00 Mannslát vegna mistaka: Skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað Læknir segir skrýtið að manni sem lést eftir mistök við lyfjagjöf á Garðvangi, hafi ekki verið gefið móteitur og prófessor segir ráðlegt að nota það, þrátt fyrir mögulega áhættu. Landlæknir lofar fjölskyldunni að málið verði skoðað af festu. 29. janúar 2014 20:00 Lyf oft vitlaust gefin: "Ástæða til að hafa áhyggjur" 20% lyfja á sjúkrahúsum eru vitlaust gefin og yfir 80% líkur eru á að fólk verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst á hjúkrunarheimili í eitt ár, samkvæmt erlendum rannsóknum. Ástandið er svipað hér á landi og ástæða til að hafa áhyggjur, segir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. 19. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00
Mannslát vegna mistaka: Skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað Læknir segir skrýtið að manni sem lést eftir mistök við lyfjagjöf á Garðvangi, hafi ekki verið gefið móteitur og prófessor segir ráðlegt að nota það, þrátt fyrir mögulega áhættu. Landlæknir lofar fjölskyldunni að málið verði skoðað af festu. 29. janúar 2014 20:00
Lyf oft vitlaust gefin: "Ástæða til að hafa áhyggjur" 20% lyfja á sjúkrahúsum eru vitlaust gefin og yfir 80% líkur eru á að fólk verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst á hjúkrunarheimili í eitt ár, samkvæmt erlendum rannsóknum. Ástandið er svipað hér á landi og ástæða til að hafa áhyggjur, segir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. 19. febrúar 2014 20:00