Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Hrund Þórsdóttir skrifar 28. janúar 2014 20:00 Pétur Pétursson, eða Pétur Færeyingur eins og hann var kallaður, var 83 ára þegar hann lést þann sjöunda janúar síðastliðinn eftir rúmlega vikulegu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, HSS. Banamein hans var rangur lyfjaskammtur sem ætlaður var herbergisfélaga hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Pétur hafði búið lengi á Garðvangi, lengst af í sérherbergi en síðasta hálfa árið var hann í tveggja manna herbergi. Herbergisfélagi hans var mjög veikur og honum átti að gefa stóran skammt af lyfinu Contalgin, sem er mjög sterkt morfínlyf. Þann 30. desember var Pétri fyrir slysni gefinn skammtur hans, sem er samkvæmt heimildum okkar um tuttugufalt það magn sem manneskja sem ekki hefur byggt upp þol gagnvart lyfinu á að þola. Starfsmaðurinn sem um ræðir gerði sér strax grein fyrir mistökum sínum og tilkynnti þau. Pétur var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og segja aðstandendur hans að sjúkraflutningamennirnir hafi viljað gefa honum mótefni sem var til staðar. Þeir voru í samskiptum við HSS og fengu þaðan tilmæli um að gefa honum ekki mótefni og við það sat. Níu dögum síðar, eða sjöunda janúar, kvaddi Pétur. Við ræddum við Halldór Jónsson, forstjóra HSS, í dag en hann sagði starfsmenn ekki geta tjáð sig um málefni einstakra sjúklinga. Hann undanskildi stofnunina ekki ábyrgð en sagði almennt verklag að hafa samráð við Landspítalann og Eitrunarmiðstöð. Pétur bjó á Garðvangi í níu ár. Honum leið vel þar og starfsmenn fengu áfallahjálp eftir að mistök voru gerð í umönnun hans. Fjölskyldan ber starfsfólki vel söguna en segir að sú staðreynd að Pétur þurfti að deila herbergi með mun veikari manni hafi líklega haft sitt að segja um hvernig fór. Börn Péturs segja hann hafa verið hressan áður en áfallið dundi yfir og þau hafi alls ekki verið á leiðinni að kveðja hann. „Hann hafði fengið áfall í sumar og var búinn að vinna sig mjög vel upp úr því. Það var ekkert að, hann var bara á uppleið,“ segir Þurí Jónasdóttir, tengdadóttir Péturs. Hún segir fjölskylduna ekki skilja af hverju mótefnið hafi ekki verið notað. „Það erum við auðvitað ósátt við. HSS mat hann kannski of lélegan eða of gamlan en við spyrjum okkur; ef hann hefði verið yngri, ekki 83 ára, hefði þá eitthvað verið gert? Af hverju var ekkert gert?“ Fjölskyldan hefur ekki fengið svör við þessum áleitnu spurningum og ætlar að láta embætti landlæknis sjá um málið. „Þetta var auðvitað bara slys og við ætlum ekki að kæra eða neitt slíkt. Við bara vorkennum þessum starfsmanni og höfum samúð með honum að hafa lent í þessu. Þetta eru aðstæður sem koma upp vegna undirmönnunar, það hlýtur bara að vera,“ segir Þurí. Eftir áfallið kveðst hún fyrst hafa verið hissa en trúað því að allt færi vel. Síðan hafi reiðin tekið yfir en aðstandendur Péturs taka þó aðstæðum af æðruleysi. „Við vitum náttúrlega að ástandið í heilbrigðiskerfinu er mjög slæmt og á þessum stofnunum er undirmannað, það vantar bara starfsfólk. Í þessu tilviki var starfsmaður sem var að gefa lyf, truflaður með þessum afleiðingum,“ segir hún. Haldið þið að það hefði mátt koma í veg fyrir þetta? „Já, þetta á bara ekki að gerast.“ Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Sjá meira
Pétur Pétursson, eða Pétur Færeyingur eins og hann var kallaður, var 83 ára þegar hann lést þann sjöunda janúar síðastliðinn eftir rúmlega vikulegu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, HSS. Banamein hans var rangur lyfjaskammtur sem ætlaður var herbergisfélaga hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Pétur hafði búið lengi á Garðvangi, lengst af í sérherbergi en síðasta hálfa árið var hann í tveggja manna herbergi. Herbergisfélagi hans var mjög veikur og honum átti að gefa stóran skammt af lyfinu Contalgin, sem er mjög sterkt morfínlyf. Þann 30. desember var Pétri fyrir slysni gefinn skammtur hans, sem er samkvæmt heimildum okkar um tuttugufalt það magn sem manneskja sem ekki hefur byggt upp þol gagnvart lyfinu á að þola. Starfsmaðurinn sem um ræðir gerði sér strax grein fyrir mistökum sínum og tilkynnti þau. Pétur var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og segja aðstandendur hans að sjúkraflutningamennirnir hafi viljað gefa honum mótefni sem var til staðar. Þeir voru í samskiptum við HSS og fengu þaðan tilmæli um að gefa honum ekki mótefni og við það sat. Níu dögum síðar, eða sjöunda janúar, kvaddi Pétur. Við ræddum við Halldór Jónsson, forstjóra HSS, í dag en hann sagði starfsmenn ekki geta tjáð sig um málefni einstakra sjúklinga. Hann undanskildi stofnunina ekki ábyrgð en sagði almennt verklag að hafa samráð við Landspítalann og Eitrunarmiðstöð. Pétur bjó á Garðvangi í níu ár. Honum leið vel þar og starfsmenn fengu áfallahjálp eftir að mistök voru gerð í umönnun hans. Fjölskyldan ber starfsfólki vel söguna en segir að sú staðreynd að Pétur þurfti að deila herbergi með mun veikari manni hafi líklega haft sitt að segja um hvernig fór. Börn Péturs segja hann hafa verið hressan áður en áfallið dundi yfir og þau hafi alls ekki verið á leiðinni að kveðja hann. „Hann hafði fengið áfall í sumar og var búinn að vinna sig mjög vel upp úr því. Það var ekkert að, hann var bara á uppleið,“ segir Þurí Jónasdóttir, tengdadóttir Péturs. Hún segir fjölskylduna ekki skilja af hverju mótefnið hafi ekki verið notað. „Það erum við auðvitað ósátt við. HSS mat hann kannski of lélegan eða of gamlan en við spyrjum okkur; ef hann hefði verið yngri, ekki 83 ára, hefði þá eitthvað verið gert? Af hverju var ekkert gert?“ Fjölskyldan hefur ekki fengið svör við þessum áleitnu spurningum og ætlar að láta embætti landlæknis sjá um málið. „Þetta var auðvitað bara slys og við ætlum ekki að kæra eða neitt slíkt. Við bara vorkennum þessum starfsmanni og höfum samúð með honum að hafa lent í þessu. Þetta eru aðstæður sem koma upp vegna undirmönnunar, það hlýtur bara að vera,“ segir Þurí. Eftir áfallið kveðst hún fyrst hafa verið hissa en trúað því að allt færi vel. Síðan hafi reiðin tekið yfir en aðstandendur Péturs taka þó aðstæðum af æðruleysi. „Við vitum náttúrlega að ástandið í heilbrigðiskerfinu er mjög slæmt og á þessum stofnunum er undirmannað, það vantar bara starfsfólk. Í þessu tilviki var starfsmaður sem var að gefa lyf, truflaður með þessum afleiðingum,“ segir hún. Haldið þið að það hefði mátt koma í veg fyrir þetta? „Já, þetta á bara ekki að gerast.“
Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Sjá meira
Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00