Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Elimar Hauksson og Hrund Þórsdóttir skrifar 29. janúar 2014 07:00 Þurí Jónasdóttir, tengdadóttir Péturs, segir fjölskylduna ósátta við að honum hafi ekki verið gefið mótefni þótt það hafi verið fyrir hendi. Pétur Pétursson lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir áramótin. Banamein Péturs var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa Pétri ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. Pétri var gefið lyfið Contalgin, sem er mjög sterkt morfínlyf. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var skammturinn sem hann fékk um tvítugfalt það magn sem manneskja sem ekki hefur byggt upp þol gagnvart lyfinu á að þola. Starfsmaðurinn sem um ræðir gerði sér strax grein fyrir mistökum sínum og tilkynnti þau til yfirmanna. Pétur var í kjölfarið fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og segja aðstandendur að sjúkraflutningamenn hafi viljað gefa honum mótefni sem var til staðar. Þeir hafi hins vegar fengið tilmæli frá HSS um að gera það ekki. Þurí Jónasdóttir, tengdadóttir Péturs, segir aðstandendur ekki skilja hvers vegna það var ekki gert.Pétur Pétursson„Það erum við auðvitað ósátt við. HSS mat hann kannski of lélegan eða of gamlan og við spyrjum okkur líka; ef hann hefði verið yngri, ekki 83 ára, hefði þá eitthvað verið gert? Hver var ástæðan fyrir því að ekkert var gert?“ segir Þurí. Í lögum um dánarvottorð kemur fram að lækni, sem kvaddur er til líkskoðunar, sé skylt að gera lögreglu viðvart ef ætla má að dauðsfall megi rekja til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við læknismeðferð. Fréttablaðið hafði samband við Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjón á Suðurnesjum, en hann kannaðist ekki við málið. „Okkur hefur ekki borist tilkynning um neitt slíkt,“ sagði Jóhannes. Málið er nú til skoðunar hjá embætti Landlæknis en Geir Gunnlaugsson landlæknir sagðist ekki geta ekki tjáð sig um einstök mál sem væru til skoðunar hjá embættinu. Hann sagði að þegar óvænt atvik kæmu upp þá væri embættið upplýst um slíkt „Viðkomandi heilbrigðisstofnun upplýsir landlækni með greinargerð ef eitthvað hefur óvænt gerst. Síðan skoðum við aðdragandann og bregðumst við á viðeigandi hátt,“ sagði Geir. Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Pétur Pétursson lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir áramótin. Banamein Péturs var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa Pétri ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. Pétri var gefið lyfið Contalgin, sem er mjög sterkt morfínlyf. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var skammturinn sem hann fékk um tvítugfalt það magn sem manneskja sem ekki hefur byggt upp þol gagnvart lyfinu á að þola. Starfsmaðurinn sem um ræðir gerði sér strax grein fyrir mistökum sínum og tilkynnti þau til yfirmanna. Pétur var í kjölfarið fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og segja aðstandendur að sjúkraflutningamenn hafi viljað gefa honum mótefni sem var til staðar. Þeir hafi hins vegar fengið tilmæli frá HSS um að gera það ekki. Þurí Jónasdóttir, tengdadóttir Péturs, segir aðstandendur ekki skilja hvers vegna það var ekki gert.Pétur Pétursson„Það erum við auðvitað ósátt við. HSS mat hann kannski of lélegan eða of gamlan og við spyrjum okkur líka; ef hann hefði verið yngri, ekki 83 ára, hefði þá eitthvað verið gert? Hver var ástæðan fyrir því að ekkert var gert?“ segir Þurí. Í lögum um dánarvottorð kemur fram að lækni, sem kvaddur er til líkskoðunar, sé skylt að gera lögreglu viðvart ef ætla má að dauðsfall megi rekja til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við læknismeðferð. Fréttablaðið hafði samband við Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjón á Suðurnesjum, en hann kannaðist ekki við málið. „Okkur hefur ekki borist tilkynning um neitt slíkt,“ sagði Jóhannes. Málið er nú til skoðunar hjá embætti Landlæknis en Geir Gunnlaugsson landlæknir sagðist ekki geta ekki tjáð sig um einstök mál sem væru til skoðunar hjá embættinu. Hann sagði að þegar óvænt atvik kæmu upp þá væri embættið upplýst um slíkt „Viðkomandi heilbrigðisstofnun upplýsir landlækni með greinargerð ef eitthvað hefur óvænt gerst. Síðan skoðum við aðdragandann og bregðumst við á viðeigandi hátt,“ sagði Geir.
Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00
Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00