Lyf oft vitlaust gefin: "Ástæða til að hafa áhyggjur" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. febrúar 2014 20:00 Nýlega greindum við frá því að maður lést vegna mistaka við lyfjagjöf á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Mistök við lyfjagjöf eru raunar býsna algeng, lítum á tölur. Áætlað hefur verið að lyfjamistök verði hjá tíunda hverjum sjúklingi á sjúkrahúsum í Evrópu og að um sjö þúsund manns deyji árlega í Bandaríkjunum vegna þeirra. Þarlend rannsókn segir 20% lyfja á sjúkrahúsum vitlaust gefin og samkvæmt nýlegri hollenskri rannsókn eru yfir 80% líkur á að fólk á hjúkrunarheimilum verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst þar í eitt ár. Er ástæða til að ætla að ástandið sé betra hér? „Nei, ég held að ekkert bendi til þess að ástandið sé betra hér en í öðrum vestrænum löndum. Þetta er mjög svipað,“ segir Laura Scheving Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. Í rannsókn sem gerð var á Landspítalanum töldu 78% þátttakenda sig hafa átt aðild að lyfjamistökum, þar af helmingur undanfarið ár þegar spurningin var lögð fyrir. Ekki eru öll lyfjamistök skaðleg en hluti leiðir til tímabundins eða varanlegs skaða. Rekja má eitt til tvö dauðsföll á ári til lyfjamistaka hérlendis. Tilkynnt lyfjaatvik hér á landi árið 2011 voru 618, þar af 448 á Landspítalanum. Árið 2012 voru þau 759, þar af 490 á Landspítalanum. Þetta voru um 12% allra tilkynntra atvika, en talið er að lyfjaatvik séu í raun 40 til 50% þeirra svo um mikla vanskráningu er að ræða. Lyfjamistökin eru því í raun miklu fleiri. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? „Já, það er ástæða til þess. Það skiptir miklu máli að gæði og öryggi séu góð í heilbrigðisþjónustunni og þetta er eitthvað sem við verðum öll að vinna saman að,“ segir Laura. Hún segir sjúklinga geta sinnt mikilvægu eftirlitshlutverki sjálfir og játar því að aukin mannekla sé meðal orsaka lyfjamistaka. „Þær eru meðal annars óreynt starfsfólk, mannekla, truflanir þegar fólk sinnir lyfjagjöf og ekki nógu skýrir verkferlar. Þetta eru helstu ástæður sem hafa komið upp þannig að mannekla getur haft áhrif.“ Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Nýlega greindum við frá því að maður lést vegna mistaka við lyfjagjöf á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Mistök við lyfjagjöf eru raunar býsna algeng, lítum á tölur. Áætlað hefur verið að lyfjamistök verði hjá tíunda hverjum sjúklingi á sjúkrahúsum í Evrópu og að um sjö þúsund manns deyji árlega í Bandaríkjunum vegna þeirra. Þarlend rannsókn segir 20% lyfja á sjúkrahúsum vitlaust gefin og samkvæmt nýlegri hollenskri rannsókn eru yfir 80% líkur á að fólk á hjúkrunarheimilum verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst þar í eitt ár. Er ástæða til að ætla að ástandið sé betra hér? „Nei, ég held að ekkert bendi til þess að ástandið sé betra hér en í öðrum vestrænum löndum. Þetta er mjög svipað,“ segir Laura Scheving Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. Í rannsókn sem gerð var á Landspítalanum töldu 78% þátttakenda sig hafa átt aðild að lyfjamistökum, þar af helmingur undanfarið ár þegar spurningin var lögð fyrir. Ekki eru öll lyfjamistök skaðleg en hluti leiðir til tímabundins eða varanlegs skaða. Rekja má eitt til tvö dauðsföll á ári til lyfjamistaka hérlendis. Tilkynnt lyfjaatvik hér á landi árið 2011 voru 618, þar af 448 á Landspítalanum. Árið 2012 voru þau 759, þar af 490 á Landspítalanum. Þetta voru um 12% allra tilkynntra atvika, en talið er að lyfjaatvik séu í raun 40 til 50% þeirra svo um mikla vanskráningu er að ræða. Lyfjamistökin eru því í raun miklu fleiri. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? „Já, það er ástæða til þess. Það skiptir miklu máli að gæði og öryggi séu góð í heilbrigðisþjónustunni og þetta er eitthvað sem við verðum öll að vinna saman að,“ segir Laura. Hún segir sjúklinga geta sinnt mikilvægu eftirlitshlutverki sjálfir og játar því að aukin mannekla sé meðal orsaka lyfjamistaka. „Þær eru meðal annars óreynt starfsfólk, mannekla, truflanir þegar fólk sinnir lyfjagjöf og ekki nógu skýrir verkferlar. Þetta eru helstu ástæður sem hafa komið upp þannig að mannekla getur haft áhrif.“
Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00
Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00