Lyf oft vitlaust gefin: "Ástæða til að hafa áhyggjur" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. febrúar 2014 20:00 Nýlega greindum við frá því að maður lést vegna mistaka við lyfjagjöf á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Mistök við lyfjagjöf eru raunar býsna algeng, lítum á tölur. Áætlað hefur verið að lyfjamistök verði hjá tíunda hverjum sjúklingi á sjúkrahúsum í Evrópu og að um sjö þúsund manns deyji árlega í Bandaríkjunum vegna þeirra. Þarlend rannsókn segir 20% lyfja á sjúkrahúsum vitlaust gefin og samkvæmt nýlegri hollenskri rannsókn eru yfir 80% líkur á að fólk á hjúkrunarheimilum verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst þar í eitt ár. Er ástæða til að ætla að ástandið sé betra hér? „Nei, ég held að ekkert bendi til þess að ástandið sé betra hér en í öðrum vestrænum löndum. Þetta er mjög svipað,“ segir Laura Scheving Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. Í rannsókn sem gerð var á Landspítalanum töldu 78% þátttakenda sig hafa átt aðild að lyfjamistökum, þar af helmingur undanfarið ár þegar spurningin var lögð fyrir. Ekki eru öll lyfjamistök skaðleg en hluti leiðir til tímabundins eða varanlegs skaða. Rekja má eitt til tvö dauðsföll á ári til lyfjamistaka hérlendis. Tilkynnt lyfjaatvik hér á landi árið 2011 voru 618, þar af 448 á Landspítalanum. Árið 2012 voru þau 759, þar af 490 á Landspítalanum. Þetta voru um 12% allra tilkynntra atvika, en talið er að lyfjaatvik séu í raun 40 til 50% þeirra svo um mikla vanskráningu er að ræða. Lyfjamistökin eru því í raun miklu fleiri. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? „Já, það er ástæða til þess. Það skiptir miklu máli að gæði og öryggi séu góð í heilbrigðisþjónustunni og þetta er eitthvað sem við verðum öll að vinna saman að,“ segir Laura. Hún segir sjúklinga geta sinnt mikilvægu eftirlitshlutverki sjálfir og játar því að aukin mannekla sé meðal orsaka lyfjamistaka. „Þær eru meðal annars óreynt starfsfólk, mannekla, truflanir þegar fólk sinnir lyfjagjöf og ekki nógu skýrir verkferlar. Þetta eru helstu ástæður sem hafa komið upp þannig að mannekla getur haft áhrif.“ Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
Nýlega greindum við frá því að maður lést vegna mistaka við lyfjagjöf á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Mistök við lyfjagjöf eru raunar býsna algeng, lítum á tölur. Áætlað hefur verið að lyfjamistök verði hjá tíunda hverjum sjúklingi á sjúkrahúsum í Evrópu og að um sjö þúsund manns deyji árlega í Bandaríkjunum vegna þeirra. Þarlend rannsókn segir 20% lyfja á sjúkrahúsum vitlaust gefin og samkvæmt nýlegri hollenskri rannsókn eru yfir 80% líkur á að fólk á hjúkrunarheimilum verði fyrir lyfjamistökum ef það dvelst þar í eitt ár. Er ástæða til að ætla að ástandið sé betra hér? „Nei, ég held að ekkert bendi til þess að ástandið sé betra hér en í öðrum vestrænum löndum. Þetta er mjög svipað,“ segir Laura Scheving Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknis. Í rannsókn sem gerð var á Landspítalanum töldu 78% þátttakenda sig hafa átt aðild að lyfjamistökum, þar af helmingur undanfarið ár þegar spurningin var lögð fyrir. Ekki eru öll lyfjamistök skaðleg en hluti leiðir til tímabundins eða varanlegs skaða. Rekja má eitt til tvö dauðsföll á ári til lyfjamistaka hérlendis. Tilkynnt lyfjaatvik hér á landi árið 2011 voru 618, þar af 448 á Landspítalanum. Árið 2012 voru þau 759, þar af 490 á Landspítalanum. Þetta voru um 12% allra tilkynntra atvika, en talið er að lyfjaatvik séu í raun 40 til 50% þeirra svo um mikla vanskráningu er að ræða. Lyfjamistökin eru því í raun miklu fleiri. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? „Já, það er ástæða til þess. Það skiptir miklu máli að gæði og öryggi séu góð í heilbrigðisþjónustunni og þetta er eitthvað sem við verðum öll að vinna saman að,“ segir Laura. Hún segir sjúklinga geta sinnt mikilvægu eftirlitshlutverki sjálfir og játar því að aukin mannekla sé meðal orsaka lyfjamistaka. „Þær eru meðal annars óreynt starfsfólk, mannekla, truflanir þegar fólk sinnir lyfjagjöf og ekki nógu skýrir verkferlar. Þetta eru helstu ástæður sem hafa komið upp þannig að mannekla getur haft áhrif.“
Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00
Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00