Aðildarsamtök Sjálfstæðisflokksins í samstarf með öfgahópum Bjarki Ármannsson skrifar 30. júní 2014 09:00 Þingflokkur AECR hefur mátt sæta gagnrýni fyrir samstarf sitt og þjóðernisflokka frá Danmörku og Finnlandi. Nordicphotos/AFP Öfgaflokkar frá Danmörku og Finnlandi eru meðal þeirra sem gengu í mánuðinum til liðs við þingflokk Samtaka evrópskra íhaldsmanna og umbótasinna (AECR), samtaka sem Sjálfstæðisflokkurinn er meðal annars aðili að.Umdeildur félagsskapur AECR varð til árið 2009 þegar Breski íhaldsflokkurinn sagði sig úr Evrópska þjóðarflokknum, samtökum hófsamra hægriflokka (EPP), vegna ágreinings um völd og ítök Evrópusambandsins. Sjálfstæðismenn hafa átt aðild að samtökunum frá því í nóvember 2011, en þeir áttu áður í samstarfi með EPP. Í kjölfar kosninga til Evrópuþingsins nú síðustu helgina í maí gengu til liðs við þingflokk AECR, sem kallast ECR, fjórir þingmenn Danska þjóðarflokksins og tveir þingmenn Finnska flokksins, sem áður kallaðist Sannir Finnar. Þessir flokkar hafa oft verið nefndir hægriöfgaflokkar og berjast báðir fyrir harðlínustefnu í innflytjendamálum. Ummæli þingmanna þeirra hafa sætt mikilli gagnrýni og þótt bera vott um kynþátta- og útlendingahatur.Engin öfgasjónarmið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þriggja varaforseta AECR. „Það sem sameinar okkur í AECR er fyrst og síðast Evrópupólitíkin,“ segir Ragnheiður Elín. „Það er ágætis samhljómur með stefnuyfirlýsingu AECR og sjálfstæðisstefnunni. Þar er lögð áhersla á frelsi einstaklingsins, viðskiptafrelsi, lága skatta og þess háttar, plús að vera ekki hlynnt frekari Evrópusamruna. Það er þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sá samleið með þessum samtökum.“ Danski þjóðarflokkurinn og Finnski flokkurinn hafa ekki gengið til liðs við AECR, einungis þingflokkinn ECR sem er einn angi samtakanna. Ragnheiður segir að aðild nýrra flokka að AECR verði væntanlega rædd á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. Hún segir það alls ekki svo að hvaða flokkar sem er geti rúmast innan þessara samtaka. „Flokkarnir þurfa að undirgangast þá stefnu sem samtökin standa fyrir,“ segir hún. „Þegar nýir flokkar eru teknir inn, þá er þess gætt afar vel að það sé ekki um neina öfgaflokka að ræða, og engin öfgasjónarmið. Við höfum hafnað flokkum í gegnum tíðina sem hafa sóst eftir aðild vegna slíkra hluta.“ Hún segir að þar sem Ísland sé ekki í Evrópusambandinu hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekkert um það að segja hvaða flokkar ganga til liðs við þingflokkinn á Evrópuþinginu. „En hvað sem öðru líður, þá er ég fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur sína stefnu, sem er skýr og klár og laus við allar öfgar í þessum efnum.“ Tengdar fréttir ESB-kosningar pólitískur jarðskjálfti Flokkar sem vilja takmarka völd ESB fengu nærri 30 prósent þingsæta í kosningum til Evrópuþingsins. Tengist bæði afstöðu almennings til ESB og innanríkismálum í aðildarríkjunum, segir stjórnmálafræðingur. 27. maí 2014 11:00 Sannir Finnar sexfölduðu fylgi sitt Allt er á öðrum endanum í finnskum stjórnmálum eftir að ríkisstjórnin féll og þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar nærri sexfaldaði þingmannafjölda sinn í kosningum í landinu í gær. Leiðtogi flokksins segir mikilvægt að Evrópa virði vilja finnsku þjóðarinnar. 18. apríl 2011 12:09 Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Öfgaflokkar frá Danmörku og Finnlandi eru meðal þeirra sem gengu í mánuðinum til liðs við þingflokk Samtaka evrópskra íhaldsmanna og umbótasinna (AECR), samtaka sem Sjálfstæðisflokkurinn er meðal annars aðili að.Umdeildur félagsskapur AECR varð til árið 2009 þegar Breski íhaldsflokkurinn sagði sig úr Evrópska þjóðarflokknum, samtökum hófsamra hægriflokka (EPP), vegna ágreinings um völd og ítök Evrópusambandsins. Sjálfstæðismenn hafa átt aðild að samtökunum frá því í nóvember 2011, en þeir áttu áður í samstarfi með EPP. Í kjölfar kosninga til Evrópuþingsins nú síðustu helgina í maí gengu til liðs við þingflokk AECR, sem kallast ECR, fjórir þingmenn Danska þjóðarflokksins og tveir þingmenn Finnska flokksins, sem áður kallaðist Sannir Finnar. Þessir flokkar hafa oft verið nefndir hægriöfgaflokkar og berjast báðir fyrir harðlínustefnu í innflytjendamálum. Ummæli þingmanna þeirra hafa sætt mikilli gagnrýni og þótt bera vott um kynþátta- og útlendingahatur.Engin öfgasjónarmið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þriggja varaforseta AECR. „Það sem sameinar okkur í AECR er fyrst og síðast Evrópupólitíkin,“ segir Ragnheiður Elín. „Það er ágætis samhljómur með stefnuyfirlýsingu AECR og sjálfstæðisstefnunni. Þar er lögð áhersla á frelsi einstaklingsins, viðskiptafrelsi, lága skatta og þess háttar, plús að vera ekki hlynnt frekari Evrópusamruna. Það er þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sá samleið með þessum samtökum.“ Danski þjóðarflokkurinn og Finnski flokkurinn hafa ekki gengið til liðs við AECR, einungis þingflokkinn ECR sem er einn angi samtakanna. Ragnheiður segir að aðild nýrra flokka að AECR verði væntanlega rædd á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. Hún segir það alls ekki svo að hvaða flokkar sem er geti rúmast innan þessara samtaka. „Flokkarnir þurfa að undirgangast þá stefnu sem samtökin standa fyrir,“ segir hún. „Þegar nýir flokkar eru teknir inn, þá er þess gætt afar vel að það sé ekki um neina öfgaflokka að ræða, og engin öfgasjónarmið. Við höfum hafnað flokkum í gegnum tíðina sem hafa sóst eftir aðild vegna slíkra hluta.“ Hún segir að þar sem Ísland sé ekki í Evrópusambandinu hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekkert um það að segja hvaða flokkar ganga til liðs við þingflokkinn á Evrópuþinginu. „En hvað sem öðru líður, þá er ég fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur sína stefnu, sem er skýr og klár og laus við allar öfgar í þessum efnum.“
Tengdar fréttir ESB-kosningar pólitískur jarðskjálfti Flokkar sem vilja takmarka völd ESB fengu nærri 30 prósent þingsæta í kosningum til Evrópuþingsins. Tengist bæði afstöðu almennings til ESB og innanríkismálum í aðildarríkjunum, segir stjórnmálafræðingur. 27. maí 2014 11:00 Sannir Finnar sexfölduðu fylgi sitt Allt er á öðrum endanum í finnskum stjórnmálum eftir að ríkisstjórnin féll og þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar nærri sexfaldaði þingmannafjölda sinn í kosningum í landinu í gær. Leiðtogi flokksins segir mikilvægt að Evrópa virði vilja finnsku þjóðarinnar. 18. apríl 2011 12:09 Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
ESB-kosningar pólitískur jarðskjálfti Flokkar sem vilja takmarka völd ESB fengu nærri 30 prósent þingsæta í kosningum til Evrópuþingsins. Tengist bæði afstöðu almennings til ESB og innanríkismálum í aðildarríkjunum, segir stjórnmálafræðingur. 27. maí 2014 11:00
Sannir Finnar sexfölduðu fylgi sitt Allt er á öðrum endanum í finnskum stjórnmálum eftir að ríkisstjórnin féll og þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar nærri sexfaldaði þingmannafjölda sinn í kosningum í landinu í gær. Leiðtogi flokksins segir mikilvægt að Evrópa virði vilja finnsku þjóðarinnar. 18. apríl 2011 12:09
Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33