Aðildarsamtök Sjálfstæðisflokksins í samstarf með öfgahópum Bjarki Ármannsson skrifar 30. júní 2014 09:00 Þingflokkur AECR hefur mátt sæta gagnrýni fyrir samstarf sitt og þjóðernisflokka frá Danmörku og Finnlandi. Nordicphotos/AFP Öfgaflokkar frá Danmörku og Finnlandi eru meðal þeirra sem gengu í mánuðinum til liðs við þingflokk Samtaka evrópskra íhaldsmanna og umbótasinna (AECR), samtaka sem Sjálfstæðisflokkurinn er meðal annars aðili að.Umdeildur félagsskapur AECR varð til árið 2009 þegar Breski íhaldsflokkurinn sagði sig úr Evrópska þjóðarflokknum, samtökum hófsamra hægriflokka (EPP), vegna ágreinings um völd og ítök Evrópusambandsins. Sjálfstæðismenn hafa átt aðild að samtökunum frá því í nóvember 2011, en þeir áttu áður í samstarfi með EPP. Í kjölfar kosninga til Evrópuþingsins nú síðustu helgina í maí gengu til liðs við þingflokk AECR, sem kallast ECR, fjórir þingmenn Danska þjóðarflokksins og tveir þingmenn Finnska flokksins, sem áður kallaðist Sannir Finnar. Þessir flokkar hafa oft verið nefndir hægriöfgaflokkar og berjast báðir fyrir harðlínustefnu í innflytjendamálum. Ummæli þingmanna þeirra hafa sætt mikilli gagnrýni og þótt bera vott um kynþátta- og útlendingahatur.Engin öfgasjónarmið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þriggja varaforseta AECR. „Það sem sameinar okkur í AECR er fyrst og síðast Evrópupólitíkin,“ segir Ragnheiður Elín. „Það er ágætis samhljómur með stefnuyfirlýsingu AECR og sjálfstæðisstefnunni. Þar er lögð áhersla á frelsi einstaklingsins, viðskiptafrelsi, lága skatta og þess háttar, plús að vera ekki hlynnt frekari Evrópusamruna. Það er þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sá samleið með þessum samtökum.“ Danski þjóðarflokkurinn og Finnski flokkurinn hafa ekki gengið til liðs við AECR, einungis þingflokkinn ECR sem er einn angi samtakanna. Ragnheiður segir að aðild nýrra flokka að AECR verði væntanlega rædd á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. Hún segir það alls ekki svo að hvaða flokkar sem er geti rúmast innan þessara samtaka. „Flokkarnir þurfa að undirgangast þá stefnu sem samtökin standa fyrir,“ segir hún. „Þegar nýir flokkar eru teknir inn, þá er þess gætt afar vel að það sé ekki um neina öfgaflokka að ræða, og engin öfgasjónarmið. Við höfum hafnað flokkum í gegnum tíðina sem hafa sóst eftir aðild vegna slíkra hluta.“ Hún segir að þar sem Ísland sé ekki í Evrópusambandinu hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekkert um það að segja hvaða flokkar ganga til liðs við þingflokkinn á Evrópuþinginu. „En hvað sem öðru líður, þá er ég fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur sína stefnu, sem er skýr og klár og laus við allar öfgar í þessum efnum.“ Tengdar fréttir ESB-kosningar pólitískur jarðskjálfti Flokkar sem vilja takmarka völd ESB fengu nærri 30 prósent þingsæta í kosningum til Evrópuþingsins. Tengist bæði afstöðu almennings til ESB og innanríkismálum í aðildarríkjunum, segir stjórnmálafræðingur. 27. maí 2014 11:00 Sannir Finnar sexfölduðu fylgi sitt Allt er á öðrum endanum í finnskum stjórnmálum eftir að ríkisstjórnin féll og þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar nærri sexfaldaði þingmannafjölda sinn í kosningum í landinu í gær. Leiðtogi flokksins segir mikilvægt að Evrópa virði vilja finnsku þjóðarinnar. 18. apríl 2011 12:09 Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Öfgaflokkar frá Danmörku og Finnlandi eru meðal þeirra sem gengu í mánuðinum til liðs við þingflokk Samtaka evrópskra íhaldsmanna og umbótasinna (AECR), samtaka sem Sjálfstæðisflokkurinn er meðal annars aðili að.Umdeildur félagsskapur AECR varð til árið 2009 þegar Breski íhaldsflokkurinn sagði sig úr Evrópska þjóðarflokknum, samtökum hófsamra hægriflokka (EPP), vegna ágreinings um völd og ítök Evrópusambandsins. Sjálfstæðismenn hafa átt aðild að samtökunum frá því í nóvember 2011, en þeir áttu áður í samstarfi með EPP. Í kjölfar kosninga til Evrópuþingsins nú síðustu helgina í maí gengu til liðs við þingflokk AECR, sem kallast ECR, fjórir þingmenn Danska þjóðarflokksins og tveir þingmenn Finnska flokksins, sem áður kallaðist Sannir Finnar. Þessir flokkar hafa oft verið nefndir hægriöfgaflokkar og berjast báðir fyrir harðlínustefnu í innflytjendamálum. Ummæli þingmanna þeirra hafa sætt mikilli gagnrýni og þótt bera vott um kynþátta- og útlendingahatur.Engin öfgasjónarmið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þriggja varaforseta AECR. „Það sem sameinar okkur í AECR er fyrst og síðast Evrópupólitíkin,“ segir Ragnheiður Elín. „Það er ágætis samhljómur með stefnuyfirlýsingu AECR og sjálfstæðisstefnunni. Þar er lögð áhersla á frelsi einstaklingsins, viðskiptafrelsi, lága skatta og þess háttar, plús að vera ekki hlynnt frekari Evrópusamruna. Það er þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sá samleið með þessum samtökum.“ Danski þjóðarflokkurinn og Finnski flokkurinn hafa ekki gengið til liðs við AECR, einungis þingflokkinn ECR sem er einn angi samtakanna. Ragnheiður segir að aðild nýrra flokka að AECR verði væntanlega rædd á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. Hún segir það alls ekki svo að hvaða flokkar sem er geti rúmast innan þessara samtaka. „Flokkarnir þurfa að undirgangast þá stefnu sem samtökin standa fyrir,“ segir hún. „Þegar nýir flokkar eru teknir inn, þá er þess gætt afar vel að það sé ekki um neina öfgaflokka að ræða, og engin öfgasjónarmið. Við höfum hafnað flokkum í gegnum tíðina sem hafa sóst eftir aðild vegna slíkra hluta.“ Hún segir að þar sem Ísland sé ekki í Evrópusambandinu hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekkert um það að segja hvaða flokkar ganga til liðs við þingflokkinn á Evrópuþinginu. „En hvað sem öðru líður, þá er ég fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur sína stefnu, sem er skýr og klár og laus við allar öfgar í þessum efnum.“
Tengdar fréttir ESB-kosningar pólitískur jarðskjálfti Flokkar sem vilja takmarka völd ESB fengu nærri 30 prósent þingsæta í kosningum til Evrópuþingsins. Tengist bæði afstöðu almennings til ESB og innanríkismálum í aðildarríkjunum, segir stjórnmálafræðingur. 27. maí 2014 11:00 Sannir Finnar sexfölduðu fylgi sitt Allt er á öðrum endanum í finnskum stjórnmálum eftir að ríkisstjórnin féll og þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar nærri sexfaldaði þingmannafjölda sinn í kosningum í landinu í gær. Leiðtogi flokksins segir mikilvægt að Evrópa virði vilja finnsku þjóðarinnar. 18. apríl 2011 12:09 Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
ESB-kosningar pólitískur jarðskjálfti Flokkar sem vilja takmarka völd ESB fengu nærri 30 prósent þingsæta í kosningum til Evrópuþingsins. Tengist bæði afstöðu almennings til ESB og innanríkismálum í aðildarríkjunum, segir stjórnmálafræðingur. 27. maí 2014 11:00
Sannir Finnar sexfölduðu fylgi sitt Allt er á öðrum endanum í finnskum stjórnmálum eftir að ríkisstjórnin féll og þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar nærri sexfaldaði þingmannafjölda sinn í kosningum í landinu í gær. Leiðtogi flokksins segir mikilvægt að Evrópa virði vilja finnsku þjóðarinnar. 18. apríl 2011 12:09
Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33