„Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Stefán Árni Pálsson skrifar 30. júní 2014 16:24 visir/pjetur Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu. „Ég efast um að einhver fari norður,“ segir starfsmaðurinn sem ræddi við Vísi fyrir helgi. Honum var mikið niðri fyrir vegna tíðindanna en flestir starfsmenn höfðu haldið heim frá vinnu í áfalli. „Starfsfólk Fiskistofu mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarinnar, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kunngjörði fyrirvaralaust s.l. föstudag, um flutning stofnunarinnar til Akureyrar. Ljóst er að ákvörðun af þessu tagi hefur alvarlegar afleiðingar á afkomu fjölskyldna a.m.k. 62 starfsmanna, þar sem eru makar, börn og í ýmsum tilvikum aðrir nákomnir ættingjar,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur í yfirlýsingunni að um sé að ræða bein áhrif á lífsviðurværi mörg hundruð manns. „Óhætt er að gagnrýna vinnubrögð stjórnvalda við þá aðferðafræði leifturárásar sem beitt var við kynningu ákvörðunarinnar, sem birtist starfsmönnum eins og þruma úr heiðskíru lofti. Í kjölfarið upplifa margir í senn vanlíðan og lítilsvirðingu við störf sín og fagþekkingu. Engin rök eru enn fram komin sem hníga til þess að ná megi fram fjárhagslegum ávinningi, eða hagræðingu með flutningi stofnunarinnar.“ Starfsmenn Fiskistofu telja þvert á móti megi búast við að kostnaður við flutningana geti verið mun meiri en láti er í veðri vaka skipt. „Sá mannauður sem stofnunin býr yfir virðist jafnframt einskis metinn. Á starfsmannafundi í morgun kom fram að enginn starfsmanna hefur lýst því yfir að hann hyggist flytjast búferlum og fylgja stofnuninni norður. Því blasir við að vonir ráðamanna þar um eru þegar að engu orðnar og ljóst að þeir þurfa að horfast í augu við það. Komið hefur fram að verulegur vafi kunni leika á því hvort flutningur stofnunarinnar megi verða, án sérstakar heimildar í lögum.“ Þess sé að vænta að ekki muni standa á starfsmönnum stofnunarinnar að verja sinn rétt í þeim efnum. „Forsætisráðherra hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að til skoðunar sé að flytja fleiri stofnanir út á land. Má af því ráða að starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið, heldur háð geðþóttaákvörðunum valdamanna, sem minna fremur á vinnubrögð í alræðisríkjum, en það sem við væri að búast í nútímalegu lýðræðislegu samfélagi.“ Tengdar fréttir Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu. „Ég efast um að einhver fari norður,“ segir starfsmaðurinn sem ræddi við Vísi fyrir helgi. Honum var mikið niðri fyrir vegna tíðindanna en flestir starfsmenn höfðu haldið heim frá vinnu í áfalli. „Starfsfólk Fiskistofu mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarinnar, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kunngjörði fyrirvaralaust s.l. föstudag, um flutning stofnunarinnar til Akureyrar. Ljóst er að ákvörðun af þessu tagi hefur alvarlegar afleiðingar á afkomu fjölskyldna a.m.k. 62 starfsmanna, þar sem eru makar, börn og í ýmsum tilvikum aðrir nákomnir ættingjar,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur í yfirlýsingunni að um sé að ræða bein áhrif á lífsviðurværi mörg hundruð manns. „Óhætt er að gagnrýna vinnubrögð stjórnvalda við þá aðferðafræði leifturárásar sem beitt var við kynningu ákvörðunarinnar, sem birtist starfsmönnum eins og þruma úr heiðskíru lofti. Í kjölfarið upplifa margir í senn vanlíðan og lítilsvirðingu við störf sín og fagþekkingu. Engin rök eru enn fram komin sem hníga til þess að ná megi fram fjárhagslegum ávinningi, eða hagræðingu með flutningi stofnunarinnar.“ Starfsmenn Fiskistofu telja þvert á móti megi búast við að kostnaður við flutningana geti verið mun meiri en láti er í veðri vaka skipt. „Sá mannauður sem stofnunin býr yfir virðist jafnframt einskis metinn. Á starfsmannafundi í morgun kom fram að enginn starfsmanna hefur lýst því yfir að hann hyggist flytjast búferlum og fylgja stofnuninni norður. Því blasir við að vonir ráðamanna þar um eru þegar að engu orðnar og ljóst að þeir þurfa að horfast í augu við það. Komið hefur fram að verulegur vafi kunni leika á því hvort flutningur stofnunarinnar megi verða, án sérstakar heimildar í lögum.“ Þess sé að vænta að ekki muni standa á starfsmönnum stofnunarinnar að verja sinn rétt í þeim efnum. „Forsætisráðherra hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að til skoðunar sé að flytja fleiri stofnanir út á land. Má af því ráða að starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið, heldur háð geðþóttaákvörðunum valdamanna, sem minna fremur á vinnubrögð í alræðisríkjum, en það sem við væri að búast í nútímalegu lýðræðislegu samfélagi.“
Tengdar fréttir Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46
„Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38
Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30