Erlent

Handteknir fyrir framleiðslu á 270.000 hass- og marijúanajónum

Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók 28 manns í gærdag en þetta fólk stóð fyrir umfangsmikilli framleiðslu á hass- og marijúanajónum sem seldar voru í Kristjaníu.

Framleiðslan fór fram í íbúðum fólksins víða í borginni. Alls verður hópurinn kærður fyrir framleiðslu á 270.000 jónum sem samsvara um 135 kílóum af hassi. Götuverðmæti þessara jóna er yfir 13 milljónir danskra króna eða nær 300 milljónum króna.

Lögreglan segir að umfang framleiðslunnar bendi til þess að skipulögð glæpastarfsemi sé að baki hasssölunni í Kristjaníu.

Af hópnum sem handtekinn var voru 14 manns úrskurðaðir í gæsluvarðhald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×