Erlent

Leynihöfundur reyndist vera J.K. Rowling

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
J.K. þótti kunni vel við að skrifa undir dulnefni, en þannig losnaði hún við mikið áreiti. Hér er hún ásamt eiginmanni sínum, Neil Murray, á Wimbledon-mótinu.
J.K. þótti kunni vel við að skrifa undir dulnefni, en þannig losnaði hún við mikið áreiti. Hér er hún ásamt eiginmanni sínum, Neil Murray, á Wimbledon-mótinu.
J.K. Rowling, höfundur Harry Potter, er ekki við eina fjölina felld. Fyrr á árinu sendi höfundur sem kallaði sig Robert Galbraith frá sér glæpasöguna „The Cuckoo's Calling,“ og fékk frábærar undirtektir. Nú hefur verið flett ofan af því að Galbraith sé í raun Rowling, sem skrifaði undir dulnefni.

Sérfræðingar tóku eftir ýmsum líkindum á ritstíl Harry Potter og The Cuckoo's Calling  og fékkst það staðfest í gær að höfundarnir væru ein og sama manneskjan. Rowling sagðist hafa skrifað undir dulnefni til að fá hlutlausa gagnrýni á bókina.

„Ég var að vonast til að geta haldið þessu leyndu aðeins lengur. Það er alveg frábært að geta gefið út bók án þess að vera með svona gífurlega mikla pressu á sér eins og ég er vön,“ sagði Rowling í viðtali.

Eftir að upp komst um málið rauk sala á The Cuckoo's Calling upp úr öllu valdi,  en hún fimmtánhundruðfaldaðist.

Glæpasagan fjallar um dularfullt dauðsfall ofurfyrirsætu og höfðu gagnrýnendur furðað sig á kvenlegu innsæi karlkyns rithöfundar.

Frá þessu er greint á vef Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×