Enski boltinn

Gerrard: Við þurfum tvo til þrjá heimsklassa leikmenn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Mynd / Getty Images
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, telur að liðinu vanti en fleiri heimsklassa leikmenn í hópinn til að keppa við efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool fékk Daniel Sturridge til liðsins í janúar en fyrirliðin telur að liðið þurfa að fá mun fleiri leikmenn til liðsins til að vera samkeppnishæfir í hæsta klassa.

„Svona almennt séð finnst mér stefna félagsins góð og við erum að byggja upp gott lið. Við þurfum aftur á móti fleiri heimsklassa leikmenn til liðsins til að keppa við stóru liðin."

„Stjórinn er með ákveðna uppbyggingarstefnu og mér líka vel við hana. Bilið milli okkar og Manchester United er samt sem áður allt og mikið. Við getum reyndar unnið hvaða lið sem er á góðum degi en liðinu vantar stöðuleika."

„Við getum lært mikið af Manchester United en þeir eiga oft slæma daga en ná samt sem áður að vinna þá leiki. Þegar við eigum slæma daga þá fáum við alltaf að kenna á því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×