Sautján hundruð skuldarar eiga fangelsi yfir höfði sér Þorgils Jónsson skrifar 24. október 2013 00:00 Um 1.700 einstaklingar mega eiga von á því að verða færðir til afplánunar án fyrirvara þar sem fyrir þeim liggur afplánun vararefsingar þar sem þeir hafa ekki greitt sektir eða sakarkostnað. Samkvæmt upplýsingum frá Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar (IMST) liggur fyrir ákvörðun um afplánun vararefsingar 3.162 einstaklinga. Þar af er búið að birta 1.975 manns boðun. Af þeim hafa 283 fengið samþykkta umsókn um að afplána með samfélagsþjónustu. Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri IMST, segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé ekki meiri fjöldi en venjulega. Jafnan séu um 1.700 manns á þessum lista og lengd hans helgist af fangelsisrými sem standi til boða. „Við erum yfirleitt með um þrjú til sjö pláss í fangelsum fyrir afplánun af þessu tagi, en tíminn sem þeir sitja af sér getur verið allt frá tveimur dögum upp í eitt ár,“ segir Erna. Vorið 2010 kom fram í svari þáverandi dómsmálaráðherra við fyrirspurn á þingi að ríkið hefði afskrifað sektir sem hefðu vararefsingu á bak við sig að upphæð tæplega 132 milljónir á árunum 2000 til 2009, hvort tveggja vegna fyrningar eða andláts skuldara. Erna segir að í sjálfu sér felist ekkert nýtt í því að refsingar yfir fólki fyrnist. „Það er allur gangur á því hvað er langt þangað til það fyrnist, allt upp í fjögur ár,“ segir hún. „En það er líka forgangsraðað á handtökulistanum eftir því. Þetta fólk er því eftirlýst þannig að ef það lendir í höndum lögreglu má það búast við því að vera handtekið.“ Erna segir að ár hvert fyrnist þó bara um 3-4% af heildarfjöldanum. Flestir greiði sektirnar þegar þeir standi frammi fyrir handtöku. Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Um 1.700 einstaklingar mega eiga von á því að verða færðir til afplánunar án fyrirvara þar sem fyrir þeim liggur afplánun vararefsingar þar sem þeir hafa ekki greitt sektir eða sakarkostnað. Samkvæmt upplýsingum frá Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar (IMST) liggur fyrir ákvörðun um afplánun vararefsingar 3.162 einstaklinga. Þar af er búið að birta 1.975 manns boðun. Af þeim hafa 283 fengið samþykkta umsókn um að afplána með samfélagsþjónustu. Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri IMST, segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé ekki meiri fjöldi en venjulega. Jafnan séu um 1.700 manns á þessum lista og lengd hans helgist af fangelsisrými sem standi til boða. „Við erum yfirleitt með um þrjú til sjö pláss í fangelsum fyrir afplánun af þessu tagi, en tíminn sem þeir sitja af sér getur verið allt frá tveimur dögum upp í eitt ár,“ segir Erna. Vorið 2010 kom fram í svari þáverandi dómsmálaráðherra við fyrirspurn á þingi að ríkið hefði afskrifað sektir sem hefðu vararefsingu á bak við sig að upphæð tæplega 132 milljónir á árunum 2000 til 2009, hvort tveggja vegna fyrningar eða andláts skuldara. Erna segir að í sjálfu sér felist ekkert nýtt í því að refsingar yfir fólki fyrnist. „Það er allur gangur á því hvað er langt þangað til það fyrnist, allt upp í fjögur ár,“ segir hún. „En það er líka forgangsraðað á handtökulistanum eftir því. Þetta fólk er því eftirlýst þannig að ef það lendir í höndum lögreglu má það búast við því að vera handtekið.“ Erna segir að ár hvert fyrnist þó bara um 3-4% af heildarfjöldanum. Flestir greiði sektirnar þegar þeir standi frammi fyrir handtöku.
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira