Sautján hundruð skuldarar eiga fangelsi yfir höfði sér Þorgils Jónsson skrifar 24. október 2013 00:00 Um 1.700 einstaklingar mega eiga von á því að verða færðir til afplánunar án fyrirvara þar sem fyrir þeim liggur afplánun vararefsingar þar sem þeir hafa ekki greitt sektir eða sakarkostnað. Samkvæmt upplýsingum frá Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar (IMST) liggur fyrir ákvörðun um afplánun vararefsingar 3.162 einstaklinga. Þar af er búið að birta 1.975 manns boðun. Af þeim hafa 283 fengið samþykkta umsókn um að afplána með samfélagsþjónustu. Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri IMST, segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé ekki meiri fjöldi en venjulega. Jafnan séu um 1.700 manns á þessum lista og lengd hans helgist af fangelsisrými sem standi til boða. „Við erum yfirleitt með um þrjú til sjö pláss í fangelsum fyrir afplánun af þessu tagi, en tíminn sem þeir sitja af sér getur verið allt frá tveimur dögum upp í eitt ár,“ segir Erna. Vorið 2010 kom fram í svari þáverandi dómsmálaráðherra við fyrirspurn á þingi að ríkið hefði afskrifað sektir sem hefðu vararefsingu á bak við sig að upphæð tæplega 132 milljónir á árunum 2000 til 2009, hvort tveggja vegna fyrningar eða andláts skuldara. Erna segir að í sjálfu sér felist ekkert nýtt í því að refsingar yfir fólki fyrnist. „Það er allur gangur á því hvað er langt þangað til það fyrnist, allt upp í fjögur ár,“ segir hún. „En það er líka forgangsraðað á handtökulistanum eftir því. Þetta fólk er því eftirlýst þannig að ef það lendir í höndum lögreglu má það búast við því að vera handtekið.“ Erna segir að ár hvert fyrnist þó bara um 3-4% af heildarfjöldanum. Flestir greiði sektirnar þegar þeir standi frammi fyrir handtöku. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Um 1.700 einstaklingar mega eiga von á því að verða færðir til afplánunar án fyrirvara þar sem fyrir þeim liggur afplánun vararefsingar þar sem þeir hafa ekki greitt sektir eða sakarkostnað. Samkvæmt upplýsingum frá Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar (IMST) liggur fyrir ákvörðun um afplánun vararefsingar 3.162 einstaklinga. Þar af er búið að birta 1.975 manns boðun. Af þeim hafa 283 fengið samþykkta umsókn um að afplána með samfélagsþjónustu. Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri IMST, segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé ekki meiri fjöldi en venjulega. Jafnan séu um 1.700 manns á þessum lista og lengd hans helgist af fangelsisrými sem standi til boða. „Við erum yfirleitt með um þrjú til sjö pláss í fangelsum fyrir afplánun af þessu tagi, en tíminn sem þeir sitja af sér getur verið allt frá tveimur dögum upp í eitt ár,“ segir Erna. Vorið 2010 kom fram í svari þáverandi dómsmálaráðherra við fyrirspurn á þingi að ríkið hefði afskrifað sektir sem hefðu vararefsingu á bak við sig að upphæð tæplega 132 milljónir á árunum 2000 til 2009, hvort tveggja vegna fyrningar eða andláts skuldara. Erna segir að í sjálfu sér felist ekkert nýtt í því að refsingar yfir fólki fyrnist. „Það er allur gangur á því hvað er langt þangað til það fyrnist, allt upp í fjögur ár,“ segir hún. „En það er líka forgangsraðað á handtökulistanum eftir því. Þetta fólk er því eftirlýst þannig að ef það lendir í höndum lögreglu má það búast við því að vera handtekið.“ Erna segir að ár hvert fyrnist þó bara um 3-4% af heildarfjöldanum. Flestir greiði sektirnar þegar þeir standi frammi fyrir handtöku.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira