Sautján hundruð skuldarar eiga fangelsi yfir höfði sér Þorgils Jónsson skrifar 24. október 2013 00:00 Um 1.700 einstaklingar mega eiga von á því að verða færðir til afplánunar án fyrirvara þar sem fyrir þeim liggur afplánun vararefsingar þar sem þeir hafa ekki greitt sektir eða sakarkostnað. Samkvæmt upplýsingum frá Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar (IMST) liggur fyrir ákvörðun um afplánun vararefsingar 3.162 einstaklinga. Þar af er búið að birta 1.975 manns boðun. Af þeim hafa 283 fengið samþykkta umsókn um að afplána með samfélagsþjónustu. Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri IMST, segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé ekki meiri fjöldi en venjulega. Jafnan séu um 1.700 manns á þessum lista og lengd hans helgist af fangelsisrými sem standi til boða. „Við erum yfirleitt með um þrjú til sjö pláss í fangelsum fyrir afplánun af þessu tagi, en tíminn sem þeir sitja af sér getur verið allt frá tveimur dögum upp í eitt ár,“ segir Erna. Vorið 2010 kom fram í svari þáverandi dómsmálaráðherra við fyrirspurn á þingi að ríkið hefði afskrifað sektir sem hefðu vararefsingu á bak við sig að upphæð tæplega 132 milljónir á árunum 2000 til 2009, hvort tveggja vegna fyrningar eða andláts skuldara. Erna segir að í sjálfu sér felist ekkert nýtt í því að refsingar yfir fólki fyrnist. „Það er allur gangur á því hvað er langt þangað til það fyrnist, allt upp í fjögur ár,“ segir hún. „En það er líka forgangsraðað á handtökulistanum eftir því. Þetta fólk er því eftirlýst þannig að ef það lendir í höndum lögreglu má það búast við því að vera handtekið.“ Erna segir að ár hvert fyrnist þó bara um 3-4% af heildarfjöldanum. Flestir greiði sektirnar þegar þeir standi frammi fyrir handtöku. Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Um 1.700 einstaklingar mega eiga von á því að verða færðir til afplánunar án fyrirvara þar sem fyrir þeim liggur afplánun vararefsingar þar sem þeir hafa ekki greitt sektir eða sakarkostnað. Samkvæmt upplýsingum frá Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar (IMST) liggur fyrir ákvörðun um afplánun vararefsingar 3.162 einstaklinga. Þar af er búið að birta 1.975 manns boðun. Af þeim hafa 283 fengið samþykkta umsókn um að afplána með samfélagsþjónustu. Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri IMST, segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé ekki meiri fjöldi en venjulega. Jafnan séu um 1.700 manns á þessum lista og lengd hans helgist af fangelsisrými sem standi til boða. „Við erum yfirleitt með um þrjú til sjö pláss í fangelsum fyrir afplánun af þessu tagi, en tíminn sem þeir sitja af sér getur verið allt frá tveimur dögum upp í eitt ár,“ segir Erna. Vorið 2010 kom fram í svari þáverandi dómsmálaráðherra við fyrirspurn á þingi að ríkið hefði afskrifað sektir sem hefðu vararefsingu á bak við sig að upphæð tæplega 132 milljónir á árunum 2000 til 2009, hvort tveggja vegna fyrningar eða andláts skuldara. Erna segir að í sjálfu sér felist ekkert nýtt í því að refsingar yfir fólki fyrnist. „Það er allur gangur á því hvað er langt þangað til það fyrnist, allt upp í fjögur ár,“ segir hún. „En það er líka forgangsraðað á handtökulistanum eftir því. Þetta fólk er því eftirlýst þannig að ef það lendir í höndum lögreglu má það búast við því að vera handtekið.“ Erna segir að ár hvert fyrnist þó bara um 3-4% af heildarfjöldanum. Flestir greiði sektirnar þegar þeir standi frammi fyrir handtöku.
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira