Enski boltinn

Magnaður sigur Reading á WBA

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heill hellingar af leikjum fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og má þar helst nefna ótrúlegan sigur Reading á WBA 3-2 en þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan 2-0 fyrir WBA.

Á 82. mínútu leiksins minnkaði Jimmy Kébé muninn í 2-1. Adam Le Fondre jafnaði leikinn úr vítaspyrnu á 88. mínútu og síðan skoraði Pavel Pogrebnjak sigurmark leiksins þegar tvær mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.

Sunderland vann flottan sigur gegn West-Ham 3-0 á Leikvangi Ljóssins. Sebastian Larsson skoraði magnað mark í stöðunni 0-0 þegar hann hamraði boltann í markvinkilinn af löngu færi. Sunderland er í 14. sæti deildarinnar með 22 stig en West Ham í því 11. með 26 stig.

Úrslit dagsins:

Queens Park R. - Tottenham H. - 0-0

Aston Villa - Southampton - 0-1

Everton - Swansea - 0-0

Fulham - Wigan Athletic - 1-1

Norwich - Newcastle U.- 0-0

Reading - West Bromwich A. - 3-2

Stoke - Chelsea - 0-4

Sunderland - West Ham - 3-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×