Erlent

Snowden enn með mikilvæg gögn undir höndum

Jakob Bjarnar skrifar
Glenn Greenwald segir Snowden hafa undir höndum gríðarlega mikilvæg gögn.
Glenn Greenwald segir Snowden hafa undir höndum gríðarlega mikilvæg gögn.
Sagt er að Edward Snowden hafi undir höndum mjög viðkvæm gögn sem sýna í smáatriðum hvernig Öryggismálastofnun Bandaríkjanna, NSA, starfar, eða það sem kallað er Blue print.

Þetta skýrir að nokkru þá ofuráherslu sem Bandaríkjamenn leggja á að koma höndum yfir uppljóstrarann. Þessu heldur Glenn Greenwald fram en hann er blaðamaður á Guardian og var hann fyrstur til að fjalla um gögn Snowden og er enn sambandi við hann. Gögnin er hægt að nota til að komast undan eftirliti NSA eða jafnvel til að læra að beita aðferðum hennar til eigin njósna. Greenwald segir Snowden liggja á þúsundum skjala sem í raun jafngildi uppskrift að starfsemi NSA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×