"Ég get fyrirgefið þér en ég mun aldrei gleyma“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. ágúst 2013 21:08 „Þú tókst 11 ár af lífi mínu en nú hef ég fengið þau aftur. Ég var ellefu ár í helvíti. Nú er þitt helvíti rétt að hefjast,“ sagði Michelle Knight, ein kvennanna þriggja sem mannræninginn Ariel Castro hélt nauðugum á heimili sínu árum saman. Hún tók til máls við vitnaleiðslur í Cleveland í dag og beindi orðum sínum að Castro, sem var dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar án möguleika á náðun. Andrúmsloftið í dómsalnum var þrúgandi þegar Knight ávarpaði fyrrum kvalara sinn. „Ég get fyrirgefið þér en ég mun aldrei gleyma. Hvað finnst Guði um það að þú hafir í hræsni þinni farið í kirkju á hverjum sunnudegi og komið svo heim til að pynta okkur? Ég mun lifa áfram á meðan þú munt deyja smám saman á hverjum degi þegar þú hugsar um árin 11 og illvirkin sem þú gerðir okkur,“ sagði Knight, en myndband af yfirlýsingu hennar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ariel Castro rændi þeim Knight, Amöndu Berry og Ginu DeJesus fyrir um áratug og hélt þeim nauðugum á heimili sínu. Þær losnuðu úr prísundinni á þessu ári þegar einni þeirra tókst að vekja athygli nágranna Castros. Castro tók einnig til máls við vitnaleiðslurnar og sagðist ekki vera nein ófreskja. „Ég er sjúkur og háður klámi,” sagði hann, en hann játaði sig sekan í síðustu viku af samtals 937 ákæruliðum um mannrán, nauðganir og morð. Með játningunni komst hann hjá því að vera dæmdur til dauða. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
„Þú tókst 11 ár af lífi mínu en nú hef ég fengið þau aftur. Ég var ellefu ár í helvíti. Nú er þitt helvíti rétt að hefjast,“ sagði Michelle Knight, ein kvennanna þriggja sem mannræninginn Ariel Castro hélt nauðugum á heimili sínu árum saman. Hún tók til máls við vitnaleiðslur í Cleveland í dag og beindi orðum sínum að Castro, sem var dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar án möguleika á náðun. Andrúmsloftið í dómsalnum var þrúgandi þegar Knight ávarpaði fyrrum kvalara sinn. „Ég get fyrirgefið þér en ég mun aldrei gleyma. Hvað finnst Guði um það að þú hafir í hræsni þinni farið í kirkju á hverjum sunnudegi og komið svo heim til að pynta okkur? Ég mun lifa áfram á meðan þú munt deyja smám saman á hverjum degi þegar þú hugsar um árin 11 og illvirkin sem þú gerðir okkur,“ sagði Knight, en myndband af yfirlýsingu hennar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ariel Castro rændi þeim Knight, Amöndu Berry og Ginu DeJesus fyrir um áratug og hélt þeim nauðugum á heimili sínu. Þær losnuðu úr prísundinni á þessu ári þegar einni þeirra tókst að vekja athygli nágranna Castros. Castro tók einnig til máls við vitnaleiðslurnar og sagðist ekki vera nein ófreskja. „Ég er sjúkur og háður klámi,” sagði hann, en hann játaði sig sekan í síðustu viku af samtals 937 ákæruliðum um mannrán, nauðganir og morð. Með játningunni komst hann hjá því að vera dæmdur til dauða.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira