Byssuofbeldi í bandarískum kvikmyndum sem leyfðar eru unglingum hefur rúmlega þrefaldast frá árinu 1985 að því er ný rannsókn hefur leitt í ljós. Og það sem meira er, á síðasta ári var meira um byssuofbeldi í unglingamyndum, en í þeim myndum sem bannaðar eru innan sautján ára aldurs.
Rannsakendur skoðuðu þrjátíu vinsælustu myndir hvers árs frá 1950 til 2012 og í þessum 945 kvikmyndum voru tæplega átján þúsund ofbeldisatriði.
Ef bara er litið til áranna frá 1985 mátti sjá ofbeldi í 396 myndum af þeim 420 sem teknar voru til skoðunar.
Byssuofbeldi í unglingamyndum þrefaldast
