Sjónvarpskonan Amy Robach fór í krabbameinskoðun í beinni sjónvarpsútsendingu þann 1. október síðastliðinn. Skoðunin reyndist henni mikilvæg því í ljós kom að hún var með krabbamein. Frá þessu greinir Robach sjálf í þættinum Good Morning America.
„Ég er svo lánsöm að hafa farið í skoðun,“ sagði Robach sömuleiðis. Í ljós hefur komið að hún þarf að fara í tvöfalt brjótsnám til að fjarlægja krabbamein í brjósti.
Robach sagði sögu sína í myndbandinu sem sjá má hér að neðan.