FH-banarnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2013 20:44 Mynd/Arnþór FH-banarnir í Austria Vín voru eitt af fimm liðum sem tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Austurríska liðið komast áfram eins og Arsenal frá Englandi, Basel frá Sviss, Schalke frá Þýskalandi og Steaua Búkarest frá Rúmeníu. Austria Vín rétt marði 1-0 samanlagðan sigur á FH í umferðinni á undan en sló nú króatíska liðið Dinamo Zagreb naumlega út 4-3 eftir að hafa nánast kastað frá sér farseðlinum. Austria-liðið vann fyrri leikinn 2-0 í Króatíu og virtist vera að gera endanlega út um einvígið með því að komast í 1-0 strax á 4. mínútu í kvöld. Króatarnir svöruðu með þremur mörkum og það hefði nægt þeim til að komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Það var hinsvegar Roman Kienast sem tryggði Austria Vín sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með því að minnka muninn í 2-3 átta mínútum fyrir leikslok. Austria Vín vann því samanlagt 4-3. Það var líka mikil dramatík í þegar Schalke 04 sló út PAOK frá Grikklandi. Ádám Szalai tryggði þýska liðinu 3-2 sigur og sæti í riðlakeppninni með sigurmark á lokamínútu leiksins en Schalke spilaði manni færri frá 64. mínútu eftir að Jermaine Jones fékk að líta rauða spjaldið.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:Austria Vín - Dinamo Zagreb 2-3 1-0 Sjálfsmark (4.), 1-1 Marcelo Brozovic (33.), 1-2 Antenro Vitoria Junior Fernandez (43.), 1-3 Fatos Bećiraj (70.), 2-3 Roman Kienast (82.)[Austria Vín vann samanlagt 4-3]Basel - Ludogorets 2-0 1-0 Fabian Frei (11.), 2-0 Philipp Degen (79.) [Basel vann samanlagt 6-2]Legia Varsjá - Steaua Búkarest 2-2 0-1 Nicolae Stanciu (7.), 0-2 Federico Piovaccari (9.), 1-2 Miroslav Radovic (27.), 2-2 Jakub Rzezniczak (90.+4).[3-3, Steaua Búkarest vann á fleiri mörkum á útivelli]PAOK - Schalke 04 2-3 0-1 Ádám Szalai (43.), 1-1 Stefanos Athanasiadis (53.), 1-2 Julian Draxler (67.), 2-2 Konstantinos Katsouranis (79.), 2-3 Ádám Szalai (90.)[Schalke vann samanlagt 4-3]Arsenal - Fenerbahce 2-0 1-0 Aaron Ramsey (25.), 2-0 Aaron Ramsey (72.)[Arsenal vann samanlagt 5-0] Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Sjá meira
FH-banarnir í Austria Vín voru eitt af fimm liðum sem tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Austurríska liðið komast áfram eins og Arsenal frá Englandi, Basel frá Sviss, Schalke frá Þýskalandi og Steaua Búkarest frá Rúmeníu. Austria Vín rétt marði 1-0 samanlagðan sigur á FH í umferðinni á undan en sló nú króatíska liðið Dinamo Zagreb naumlega út 4-3 eftir að hafa nánast kastað frá sér farseðlinum. Austria-liðið vann fyrri leikinn 2-0 í Króatíu og virtist vera að gera endanlega út um einvígið með því að komast í 1-0 strax á 4. mínútu í kvöld. Króatarnir svöruðu með þremur mörkum og það hefði nægt þeim til að komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Það var hinsvegar Roman Kienast sem tryggði Austria Vín sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með því að minnka muninn í 2-3 átta mínútum fyrir leikslok. Austria Vín vann því samanlagt 4-3. Það var líka mikil dramatík í þegar Schalke 04 sló út PAOK frá Grikklandi. Ádám Szalai tryggði þýska liðinu 3-2 sigur og sæti í riðlakeppninni með sigurmark á lokamínútu leiksins en Schalke spilaði manni færri frá 64. mínútu eftir að Jermaine Jones fékk að líta rauða spjaldið.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:Austria Vín - Dinamo Zagreb 2-3 1-0 Sjálfsmark (4.), 1-1 Marcelo Brozovic (33.), 1-2 Antenro Vitoria Junior Fernandez (43.), 1-3 Fatos Bećiraj (70.), 2-3 Roman Kienast (82.)[Austria Vín vann samanlagt 4-3]Basel - Ludogorets 2-0 1-0 Fabian Frei (11.), 2-0 Philipp Degen (79.) [Basel vann samanlagt 6-2]Legia Varsjá - Steaua Búkarest 2-2 0-1 Nicolae Stanciu (7.), 0-2 Federico Piovaccari (9.), 1-2 Miroslav Radovic (27.), 2-2 Jakub Rzezniczak (90.+4).[3-3, Steaua Búkarest vann á fleiri mörkum á útivelli]PAOK - Schalke 04 2-3 0-1 Ádám Szalai (43.), 1-1 Stefanos Athanasiadis (53.), 1-2 Julian Draxler (67.), 2-2 Konstantinos Katsouranis (79.), 2-3 Ádám Szalai (90.)[Schalke vann samanlagt 4-3]Arsenal - Fenerbahce 2-0 1-0 Aaron Ramsey (25.), 2-0 Aaron Ramsey (72.)[Arsenal vann samanlagt 5-0]
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Sjá meira