Erlent

Mikilvægt mál fyrir homma og lesbíur

Jakob Bjarnar skrifar
Samkynhneigðir hafa beðið lengi eftir niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna í þeim tveimur málum er um ræðir.
Samkynhneigðir hafa beðið lengi eftir niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna í þeim tveimur málum er um ræðir.
Hæstiréttur Bandaríkjanna mun væntanlega fella úrskurð í tveimur málum í dag skipta miklu um hvort samkynhneigðir geti gengið í hjónaband í Bandaríkjunum. Reuters greinir frá þessu. Tólf ríki Bandaríkjanna hafa heimilað giftingar homma og lesbía og samkvæmt nýlegri Gallup-könnun styðja 53 prósent Bandaríkjamanna það.

Í öðru málinu sem hæstiréttur dæmir í í dag krefst Edith Windsor ógildingu laga sem skilgreinir hjónaband sem hjúskaparsáttmála karls og konu. Það er á grundvelli þeirra laga sem samkynhneigðum sem hafa giftst er neitað um ýmiss réttindi; svo sem um lífeyris-og erfðarétt. Hitt er mál þar sem krafist er ógildingar á kosningu um giftingar samkynhneigra í Kaliforníu, en þar var honum hafnað. Þeir sem sækja málið vilja meina að það brjóti í bága við stjórnarskrá að fá meirihluta þátttakenda í kosningum rétt til þess að svipta aðra þegna grundvallarmannréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×