Erlent

Stöð 2 sýnir heimildarmynd um Thatcher

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Margrét Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
Margrét Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Mynd/ AFP.
Útför Margrétar Thatcher fór fram í Lundúnum í dag. Thatcher varð fyrst kvenna til þess að hljóta kjör í embætti forsætisráðherra Bretlands og enn sem komið er sú eina. Hún var forsætisráðherra á árunum 1979 - 1990 og enginn annar Breti hefur gegnt embættinu lengur. Thatcher stóð fyrir miklum breytingum á bresku samfélagi í stjórnartíð sinni og hafði mikil áhrif innan lands sem utan.

Stöð 2 sýnir í kvöld einstaka heimildarmynd um þessa merku konu, persónu sem var bæði dáð og hötuð. Myndin fer í loftið klukkan 19.50, að loknum kappræðum og er klukkustund að lengd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×