Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss í Pepsi-deild kvenna, skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 útisigri á Aftureldingu í gær og hefur þar með skorað 11 mörk í 12 deildarleikjum í sumar.
Selfoss bætti stigamet félagsins í efstu deild með þessum sigri og það þótt að enn séu sex leikir eftir af mótinu. Selfoss er með 17 stig í 12 leikjum í 5. sæti deildarinnar en fékk 16 stig í 18 leikjum allt tímabilið í fyrra.
Það efast enginn um þátt Guðmundu Brynju í þessum árangri Selfossliðsins en hún hefur skorað 11 af 17 mörkum liðsins eða 65 prósent marka Selfossliðsins í sumar. Ef mörkin hennar væri tekin í burtu þá hefði Selfossliðið aðeins verið með sjö stig og þá í bullandi fallbaráttu.
Guðmunda Brynja Óladóttir er aðeins 19 ára gömul og er því yngsti fyrirliðinn í Pepsi-deild kvenna. Hún fékk fyrirliðabandið þegar Gunnar Rafn Borgþórsson tók við Selfossliðinu og hefur heldur betur blómstrað síðan.
Búin að skora 65 prósent marka Selfossliðsins
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn


Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn



Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn
Fleiri fréttir
