Meint ólögmæti verðtryggingar næði aðeins til neytendalána Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. febrúar 2013 19:30 Verðtryggingin hefur verið eitt heitasta deilumálið á Íslandi lengi. Mest eftir hrun enda hefur verðbólgan étið upp eignamyndun og stór hluti þjóðarinnar er með neikvæða eiginfjárstöðu. Dr. María Elvira Mendez-Pinedo er prófessor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands. Hún vinnur að rannsókn um lögmæti verðtryggingar í vaxtalögum. Meðal annars beindi hún fyrirspurn til framkvæmdastjórnar ESB um hvort verðtryggingarákvæði í 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu samrýmdust tilskipunum ESB. Elvira hefur haldið því fram um nokkra hríð að verðtryggingin gangi í berhögg við tilskipun ESB um neytendalán. Svar sérfræðings framkvæmdastjórnarinnar samræmist því hennar túlkun á tilskipuninni. Frá svarinu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að það sé mat sérfræðings framkvæmdastjórnar ESB að ólöglegt sé að veita verðtryggð lán án þess að taka tillit til verðbólgu í árlegri hlutfallstölu kostnaðar og heildarlántökukostnaðar. Málið snýst um tilskipun 2008/48 um neytendalán. Ísland hefur aðeins að hluta til innleitt þessa tilskipun með íslenskum lögum um neytendalán. Tilskipun gildir aðeins um þessi lán, eins og yfirdráttarlán og ýmis smærri lán, t.d bílalán. Spurningin er þessi: Verður hægt að byggja á efni þessarar tilskipunar fyrir íslenskum dómstólum í máli sem höfðað verður um lögmæti verðtryggingar? Stutta svarið við spurningunni er, já. Ísland sem EES-ríki þarf að innleiða tilskipanir í landsrétt en hefur til þess ákveðið svigrúm. Markmið og meginefni verður viðkomandi tilskipunar verður að lögfesta í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum. Dómstólar hafa þegar staðfest í frægu máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur að íslenska ríkið getur orðið bótaskylt ef einstaklingar verða fyrir tjóni ef efni tilskipunar hefur ekki verið innleitt réttilega í landsrétt og tjónið er afleiðing af þessum mistökum. Eftir atvikum gætu íslenskir dómstólar leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í máli vegna tilskipunar um neytendalán. Áslaug Árnadóttir lögmaður segir að tilskipunin gæti náð til bílalána og hægt væri að byggja á henni í máli um verðtryggingu slíkra lána. Áslaug er með framhaldsmenntun á sviði Evrópuréttar og var starfandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu. „Þessi tilskipun á í rauninni ekki við um fasteignaveðlán. Gildissvið hennar afmarkast við neytendalán. Það eru lán innan ákveðinna fjárhæðarmarka, 200-75.000 evrur. Það kemur skýrt fram að hún á ekki við um fasteignaveðlán," segir Áslaug.Þannig að það væri ekki hægt að byggja á henni hjá skuldara sem væri með íbúðaveðlán og væri að reyna að hnekkja verðtryggðu íbúðaláni? „Nei. Ekki þessari tilskipun. Ekki tilskipuninni um neytendalán. Það er á þessari stundu ekki til tilskipun sem tekur til fasteignaveðlána í Evrópurétti. Það eru drög að slíkri tilskipun sem hafa verið lögð fram en hún hefur ekki verið afgreidd." Í þessu skiptir líka máli að umrædd tilskipun er frá árinu 2008. Þannig væri ekki hægt að byggja á henni nema í lánasamningum gerðum eftir þann tíma. Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Verðtryggingin hefur verið eitt heitasta deilumálið á Íslandi lengi. Mest eftir hrun enda hefur verðbólgan étið upp eignamyndun og stór hluti þjóðarinnar er með neikvæða eiginfjárstöðu. Dr. María Elvira Mendez-Pinedo er prófessor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands. Hún vinnur að rannsókn um lögmæti verðtryggingar í vaxtalögum. Meðal annars beindi hún fyrirspurn til framkvæmdastjórnar ESB um hvort verðtryggingarákvæði í 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu samrýmdust tilskipunum ESB. Elvira hefur haldið því fram um nokkra hríð að verðtryggingin gangi í berhögg við tilskipun ESB um neytendalán. Svar sérfræðings framkvæmdastjórnarinnar samræmist því hennar túlkun á tilskipuninni. Frá svarinu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að það sé mat sérfræðings framkvæmdastjórnar ESB að ólöglegt sé að veita verðtryggð lán án þess að taka tillit til verðbólgu í árlegri hlutfallstölu kostnaðar og heildarlántökukostnaðar. Málið snýst um tilskipun 2008/48 um neytendalán. Ísland hefur aðeins að hluta til innleitt þessa tilskipun með íslenskum lögum um neytendalán. Tilskipun gildir aðeins um þessi lán, eins og yfirdráttarlán og ýmis smærri lán, t.d bílalán. Spurningin er þessi: Verður hægt að byggja á efni þessarar tilskipunar fyrir íslenskum dómstólum í máli sem höfðað verður um lögmæti verðtryggingar? Stutta svarið við spurningunni er, já. Ísland sem EES-ríki þarf að innleiða tilskipanir í landsrétt en hefur til þess ákveðið svigrúm. Markmið og meginefni verður viðkomandi tilskipunar verður að lögfesta í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum. Dómstólar hafa þegar staðfest í frægu máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur að íslenska ríkið getur orðið bótaskylt ef einstaklingar verða fyrir tjóni ef efni tilskipunar hefur ekki verið innleitt réttilega í landsrétt og tjónið er afleiðing af þessum mistökum. Eftir atvikum gætu íslenskir dómstólar leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í máli vegna tilskipunar um neytendalán. Áslaug Árnadóttir lögmaður segir að tilskipunin gæti náð til bílalána og hægt væri að byggja á henni í máli um verðtryggingu slíkra lána. Áslaug er með framhaldsmenntun á sviði Evrópuréttar og var starfandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu. „Þessi tilskipun á í rauninni ekki við um fasteignaveðlán. Gildissvið hennar afmarkast við neytendalán. Það eru lán innan ákveðinna fjárhæðarmarka, 200-75.000 evrur. Það kemur skýrt fram að hún á ekki við um fasteignaveðlán," segir Áslaug.Þannig að það væri ekki hægt að byggja á henni hjá skuldara sem væri með íbúðaveðlán og væri að reyna að hnekkja verðtryggðu íbúðaláni? „Nei. Ekki þessari tilskipun. Ekki tilskipuninni um neytendalán. Það er á þessari stundu ekki til tilskipun sem tekur til fasteignaveðlána í Evrópurétti. Það eru drög að slíkri tilskipun sem hafa verið lögð fram en hún hefur ekki verið afgreidd." Í þessu skiptir líka máli að umrædd tilskipun er frá árinu 2008. Þannig væri ekki hægt að byggja á henni nema í lánasamningum gerðum eftir þann tíma.
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira