Neyddar til að vinna sautján tíma á sólarhring Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. september 2013 13:45 Nadesjda Tolokonnikova í réttarsal í sumar. Mynd/AP „Þú skalt vita það að við höfum brotið viljasterkara fólk en þig á bak aftur,” segir Nadesjda Tolokonnikova að aðstoðaryfirfangavörður í fangabúðunum Mordovia hafi sagt við sig, þegar hún var nýkomin til að apflána þar tveggja ára dóm. Hún hafði sagt honum, harla borubrött, að hún ætlaði sér sko ekki að vinna meira en þá átta tíma á dag, sem skylt væri samkvæmt reglunum. Hún hefur nú verið í þessum illræmdu fangabúðum í heilt ár, en er búin að fá nóg. Á mánudag birti hún opið bréf, þar sem hún sagðist vera farin í hungurverkfall. Breska dagblaðið The Guardian hefur birt þetta bréf á fréttavef sínum. Hún hefur unnið á saumastofu í fangabúðunum þar sem framleiddir eru lögreglubúningar. Í bréfinu segir hún að vinnutíminn sé almennt 16 til 17 tímar á dag, eða frá hálfátta að morgni til hálfeitt eftir miðnætti. „Í besta falli náum við fjögurra tíma svefn á nóttu. Við fáum einn frídag á eins og hálfs mánaðar fresti. Við vinnum nánast alla sunnudaga," segir í bréfinu. Formlega eru fangarnir látnir fylla út beiðni um að fá að vinna um helgar, en nánast enginn þorir að óhlýðnast eindregnum skipunum um að fylla út slíka beiðni. „Einu sinni bað fimmtug kona um að fá að fara aftur í svefnskála klukkan átta að kvöldi í staðinn fyrir að vinna til hálfeitt, þannig að hún kæmist í rúmið klukkan 10 og gæti náð átta tíma svefni bara einu sinni í viku. Henni leið illa og var með háan blóðþrýsting. Viðbrögðin voru þau að haldinn var deildarfundur til þess að gera lítið úr henni, niðurlægja og auðmýkja hana, og stimpla hana sem sníkjudýr: Hvað, heldurðu að þú sért sú eina sem vill meiri svefn. Þú þarft að leggja harðar að þér, beljan þín!" Tolonnikova var handtekin snemma á síðasta ári ásamt tveimur félögum sínum úr rússnesku kvennapönksveitinni Pussy Riot. Þær höfðu efnt til uppákomu í Kristskirkjunni í Moskvu, mikilvægustu dómkirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, þar sem þær gagnrýndu Vladimír Pútín forseta harðlega. Hún segist vera heppin að vera þekkt persóna og hafi því sloppið við barsmíðar: „Hinir eru barðir. Fyrir að geta ekki haldið í við hina. Þeir berja þá í nýrun og í andlitið.” Yfirmenn í fangelsinu gæta þess reyndar vandlega að standa ekki sjálfir í slíkum barsmíðum, heldur láta aðra fanga sjá um það - fanga sem eru í náðinni en þurfa í staðinn að standa í slíkum skítverkum. Andrúmsloftið í fangabúðunum sé þrungið spennu og stöðugt sé verið að hóta föngum: „Fangarnir eru alltaf á barmi taugaáfalls, æpa hver á annan og slást um smæstu hluti. Bara nýlega var kona stungin í hausinn með skærum vegna þess að hún skilaði ekki buxum af sér á réttum tíma. Önnur reyndi að skera gat á magann sinn með járnsög. Þeir stöðvuðu hana.” Andóf Pussy Riot Rússland Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Sjá meira
„Þú skalt vita það að við höfum brotið viljasterkara fólk en þig á bak aftur,” segir Nadesjda Tolokonnikova að aðstoðaryfirfangavörður í fangabúðunum Mordovia hafi sagt við sig, þegar hún var nýkomin til að apflána þar tveggja ára dóm. Hún hafði sagt honum, harla borubrött, að hún ætlaði sér sko ekki að vinna meira en þá átta tíma á dag, sem skylt væri samkvæmt reglunum. Hún hefur nú verið í þessum illræmdu fangabúðum í heilt ár, en er búin að fá nóg. Á mánudag birti hún opið bréf, þar sem hún sagðist vera farin í hungurverkfall. Breska dagblaðið The Guardian hefur birt þetta bréf á fréttavef sínum. Hún hefur unnið á saumastofu í fangabúðunum þar sem framleiddir eru lögreglubúningar. Í bréfinu segir hún að vinnutíminn sé almennt 16 til 17 tímar á dag, eða frá hálfátta að morgni til hálfeitt eftir miðnætti. „Í besta falli náum við fjögurra tíma svefn á nóttu. Við fáum einn frídag á eins og hálfs mánaðar fresti. Við vinnum nánast alla sunnudaga," segir í bréfinu. Formlega eru fangarnir látnir fylla út beiðni um að fá að vinna um helgar, en nánast enginn þorir að óhlýðnast eindregnum skipunum um að fylla út slíka beiðni. „Einu sinni bað fimmtug kona um að fá að fara aftur í svefnskála klukkan átta að kvöldi í staðinn fyrir að vinna til hálfeitt, þannig að hún kæmist í rúmið klukkan 10 og gæti náð átta tíma svefni bara einu sinni í viku. Henni leið illa og var með háan blóðþrýsting. Viðbrögðin voru þau að haldinn var deildarfundur til þess að gera lítið úr henni, niðurlægja og auðmýkja hana, og stimpla hana sem sníkjudýr: Hvað, heldurðu að þú sért sú eina sem vill meiri svefn. Þú þarft að leggja harðar að þér, beljan þín!" Tolonnikova var handtekin snemma á síðasta ári ásamt tveimur félögum sínum úr rússnesku kvennapönksveitinni Pussy Riot. Þær höfðu efnt til uppákomu í Kristskirkjunni í Moskvu, mikilvægustu dómkirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, þar sem þær gagnrýndu Vladimír Pútín forseta harðlega. Hún segist vera heppin að vera þekkt persóna og hafi því sloppið við barsmíðar: „Hinir eru barðir. Fyrir að geta ekki haldið í við hina. Þeir berja þá í nýrun og í andlitið.” Yfirmenn í fangelsinu gæta þess reyndar vandlega að standa ekki sjálfir í slíkum barsmíðum, heldur láta aðra fanga sjá um það - fanga sem eru í náðinni en þurfa í staðinn að standa í slíkum skítverkum. Andrúmsloftið í fangabúðunum sé þrungið spennu og stöðugt sé verið að hóta föngum: „Fangarnir eru alltaf á barmi taugaáfalls, æpa hver á annan og slást um smæstu hluti. Bara nýlega var kona stungin í hausinn með skærum vegna þess að hún skilaði ekki buxum af sér á réttum tíma. Önnur reyndi að skera gat á magann sinn með járnsög. Þeir stöðvuðu hana.”
Andóf Pussy Riot Rússland Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Sjá meira