Enski boltinn

Ben Arfa dreymir um PSG

Ben Arfa skellti sér á leik hjá PSG um daginn og skemmti sér vel eins og sjá má.
Ben Arfa skellti sér á leik hjá PSG um daginn og skemmti sér vel eins og sjá má.
Hatem Ben Arfa, stjarna Newcastle, er heldur betur að gefa PSG undir skóinn í dag en hann segir það vera draumaliðið sitt.

Hinn 25 ára gamli Frakki er í heimalandinu þessa dagana að jafna sig af meiðslum.

"Ég er samningsbundinn Newcastle og afar sáttur þar. Fyrst á dagskrá núna er að bjarga félaginu mínu og síðan veit maður aldrei hvað gerist," sagði Ben Arfa.

"Að skrifa undir samning við PSG er æskudraumur. Ef ég fengi tilboð frá PSG þá væri mjög erfitt að segja nei. Ef er ansi stór hluti af þessari yfirlýsingu. PSG er fyrir mér táknmynd fótboltans. Ég ólst upp með plaköt af liðinu í herberginu mínu."

Ben Arfa ætti að vera klár í slaginn á nýjan leik um miðjan febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×