Tíu mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í Meistaradeild Evrópu í kvöld en þá tryggðu Dortmund og Real Madrid sér sæti í undanúrslitum keppninnar.
Dortmund hafði betur gegn Malaga, 3-2, eftir æsilegar lokamínútur þar sem að þeir þýsku skoruðu tvívegis í uppbótartíma. Sigurmarkið hefði þó ekki átt að standa vegna rangstöðu eins og fjallað var um í þætti Þorsteins J. og gesta í kvöld.
Þá var einnig farið ítarlega yfir fjörlega viðureign Galatasaray og Real Madrid í Tyrklandi.
Fótbolti