Erlent

370 klíkumeðlimir í steininum

Þorgils Jónsson skrifar
Aldrei hafa fleiri klíkumeðlimir verið í fangelsum Danmerkur.
Aldrei hafa fleiri klíkumeðlimir verið í fangelsum Danmerkur.
Aldrei hafa verið fleiri klíkumeðlimir í dönskum fangelsum. Sá hópur telur nú 370 menn sem hafa hlotið dóma fyrir morð, eiturlyfjasölu, líkamsárasir og önnur brot. Politiken segir frá þessu.

Ástæðan að baki þessu er meðal annars ófriðurinn sem ríkti milli glæpahópa í Kaupmannahöfn síðasta vor þar sem tveir létust og fleiri særðust eftir skotárásir á götum úti.

Lögreglan hefur nú 1.780 manns á skrá sem hafa tengsl við glæpahópa, þar á meðal vélhjólaklíkur. Það er fjölgun frá síðasta ári en þýðir ekki endilega að meðlimum hafi fjölgað, heldur hefur eftirlit lögreglu aukist.

Sérstakt markmið lögreglu er að ekki séu færri en 300 klíkumeðlimir í fangelsi á hverjum tímapunkti. Lögregla segir að markmiðið sé fyrst og fremst sett til að viðhalda áherslunni á málaflokkinn.

Landsamband verjenda segir hins vegar að þessi fjöldamarkmið séu fjarstæða. Allt eins mætti setja markmið um að fangelsa ákveðinn fjölda stjórnmálamanna eða lækna. Markmiðið ætti frekar að vera að koma í veg fyrir að glæpir væru framdir.


Tengdar fréttir

ShopUSA dulkóðar ekki lykilorð

Fyrirtæki taka upp dulkóðun á lykilorðum notenda eftir ábendingu Pírata en fleiri bætast við sem ekki verja notendur sína á vefsíðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×