Erlent

4.000 milljarðar í olíubransann

Þorgils Jónsson skrifar
Norðmenn hafa malað gull á olíu og gasauðlindum sínum. Þeir munu verja þúsundum milljarða króna til viðhalds og þróunar í geiranum í ár.
Norðmenn hafa malað gull á olíu og gasauðlindum sínum. Þeir munu verja þúsundum milljarða króna til viðhalds og þróunar í geiranum í ár.
Heildarfjárfesting í olíu- og gasiðnaðinum í Noregi mun nema um 212 milljörðum norskra króna í ár, sem samsvarar rúmum 4.000 milljörðum íslenskra króna, að því er hagstofan þar í landi áætlar. Frá þessu segir á vef Dagens Næringsliv.

Um helmingur fjárins fer í fjárfestingar á virkum vinnslusvæðum, 64 milljarðar til uppbyggingar nýrra vinnslusvæða og um 35 milljarðar fara í leit og rannsóknir á nýjum svæðum.

Hagstofan spáir því að á næsta ári verði fjárfestingin í geiranum 223 milljarðar norskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×