Erlent

Kveiktu í bíl og hótuðu eiganda

Þorgils Jónsson skrifar
Ræningjar kveiktu í bíl manns sem þeir réðust á á sveitavegi einum á Jótlandi.
Ræningjar kveiktu í bíl manns sem þeir réðust á á sveitavegi einum á Jótlandi. Nordicphotos/getty
Ræningjar kveiktu í bíl tvítugs manns og ráku hann í burtu með hótunum eftir að hafa stöðvað hann á sveitavegi á Jótlandi í fyrrinótt.

Maðurinn stöðvaði bíl sinn úti í vegakanti eftir að bíllinn á eftir honum hafði blikkað hann.

Skipti engum togum að mennirnir sem þar voru drógu upp byssu og hótuðu honum öllu illu. Eftir að í ljós kom að hann var ekki með peninga á sér helltu ræningjarnir bensíni yfir hann og bílinn og sögðu manninum að hypja sig, sem hann og gerði.

Á flóttanum sá hann að mennirnir kveiktu í bílnum, sem brann til kaldra kola og nú leitar lögregla ræningjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×