Erlent

Kínverjar láta rigna til í baráttunni við mengunarský

Brjánn Jónasson skrifar
Sérstökum eldflaugum er skotið á ský yfir Kína til að búa til rigningu.
Sérstökum eldflaugum er skotið á ský yfir Kína til að búa til rigningu. Fréttablaðið/EPA
Kínverska veðurstofan hefur gefið grænt ljós á að nota tæknina til að búa til rigningu til að berjast við mengunarský sem hanga yfir stórborgum í landinu frá og með ársbyrjun 2015.

Kínverjar hafa gert tilraunir með að skjóta á loft sérstökum eldflaugum sem ýta undir regnmyndun í skýjum áratugum saman. Þeir hafa notað aðferðina óreglulega undanfarin ár, til dæmis til að auka loftgæðin við opnunarathöfn ólympíuleikanna í Peking.

Óvíst að tæknin skili miklum árangri, enda skilyrði í mengunarskýjunum ekki þau heppilegustu fyrir regnframleiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×