Erlent

Landbúnaðarráðherra vill endurskoða mjólkurkvótann

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra. Mynd/Pjetur
„Við núverandi aðstæður er nokkuð augljóst að engin rök eru fyrir því að við þurfum á kvótastýringu að halda sem hamlar framleiðslu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra á þingi í gær.

Hann var að svara fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks, um kvótastýrða mjólkurframleiðslu. Guðlaugur Þór vildi fá að vita hvort ekki sé „kominn tími til að ganga hraustlega til verks og afnema þetta kvótakerfi?“

Sigurður Ingi sagðist hafa rætt meðal annars við Bændasamtökin og Landssamband kúabænda um að endurskoða búvörusamningana, sem hafa verið að mestu óbreyttir frá 2004 og 2005 og eiga ekki að renna út fyrr en 2016 og 2017.

„Í þeirri endurskoðun hlýtur að koma til greina að velta fyrir sér hvort kvótakerfið eins og það er nú eigi rétt á sér til framtíðar,“ sagði landbúnaðarráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×